Í Smáralindinni í gær sá ég mjög smart konu í verslunarleiðangri.
Ég tók fyrst eftir hvað hún var í sætum skóm og pilsi, þetta var svona A-sniðið pils og nettir hælaskór við og sætar mynstraðar sokkabuxur, allt svart. Svo var hún í fallegri hvítri blússu með flott hár og vel máluð en svo kom áfallið, hið sér-íslenska stílbrot sem sker í augu, hún var í FLÍSPEYSU!!
Flíspeysur eru búnar að vera mjög vinsælar á Íslandi í mörg ár núna, enda mjög hentugar flíkur, þær geta meira segja margar verið flottar. Engu að síður er þetta útivistarfatnaður.
Í þeim á að klæðast utanbæjar eða innanundir hlífðarfatnað þegar kalt er í veðri.
Vala vinnur hjá 66 Norður, er menntaður innkaupastjóri og faglegur ráðgjafi hönnuða í öllu sem snýr að viðskiptum og markaðssetningu. Hún er krabbi, fædd árið 1979 og montin mamma tveggja stráka. Býr í 101.