#þýddarbækur

Bækur: Fórnarlamb án andlits – eru morð réttlætanleg?

Fórnarlamb án andlits er sænsk spennusaga eftir Stefan Ahnhem og er fyrsta bók höfundar. Bókin fjallar um lögregluforingjann Fabían Risk sem er að flytja aftur til borgarinnar þar sem hann ólst upp, í gamla hverfið sitt. Lesandinn fær á tilfinninguna að það hafi eitthvað komið upp í fyrra starfi sem ekki er í lagi. Hann …

Bækur: Fórnarlamb án andlits – eru morð réttlætanleg? Lesa færslu »

Bækur: Zombíland – Hverjir eru zombíar nútímans?

 Zombíland eftir grænlenska höfundinn Sörine Steenholdt kemur virkilega á óvart. Þetta eru smásögur frá Grænlandi og fjalla alls ekki um það sem maður gæti haldið af titlinum. Zombíland er nefnilega ekki sögur af uppvakningum heldur sögur af lifandi fólki í Grænlandi nútímans. Fólki sem lifir í einsemd í ákveðinni firringu. Þetta eru ekki fallegar sögur. …

Bækur: Zombíland – Hverjir eru zombíar nútímans? Lesa færslu »

BÆKUR: Vefur Lúsífers-Klassísk spenna ⭐️⭐️⭐️⭐️

Vefur Lúsífers er spennusaga í mínum anda. Klisjukennd aðalpersóna með mjúkar hliðar, furðulegt mál og að því er virðist nokkrar sögur sem fléttast saman. Kristina Ohlsson er einn af mínum uppáhalds spennusagna höfundum. Ég varð því alveg verulega glöð þegar ég sá að það var komin ný bók eftir hana, Vefur Lúsífers. Þessi bók kom mér samt …

BÆKUR: Vefur Lúsífers-Klassísk spenna ⭐️⭐️⭐️⭐️ Lesa færslu »

BÆKUR: Iréne – Spennusaga af allra bestu gerð

Iréne eftir franska höfundinn Pierre Lemaitre er fyrsta bókin í þríleiknum um lögregluforingjann Camille Verhæven. Fyrir rúmu ári var bók nr. tvö, Alex, þýdd á íslensku og er hún með betri spennusögum sem ég hef lesið lengi. Það var því með þó nokkurri tilhlökkun sem ég hóf lesturinn á Iréne. Í þessari bók er raðmorðingi …

BÆKUR: Iréne – Spennusaga af allra bestu gerð Lesa færslu »

Bækur: Hunangsgildran – Klisjukennd spennusaga

Hunangsgildran heitir spennusaga eftir norska rithöfundinn Unni Lindell. Í upphafi sögunnar er ung kona frá Litháen drepin í iðnaðarhverfi og á svipuðum tíma hverfur sjö ára drengur sporlaust. Lögregluforinginn Cato Isaksen stýrir rannsókninni að hvarfi stúlkunnar og fljótlega virðast þessi tvö mál tengjast. Hvernig tengjast þessi tvö? Þetta er spennusaga númer sex í seríunni um Cato …

Bækur: Hunangsgildran – Klisjukennd spennusaga Lesa færslu »

Bækur: Hælið – Sankta Psyko – Fjögurra stjörnu sálfræðitryllir

Hælið – Sankta Psyko er nýleg spennusaga eftir sænska höfundinn Johan Theorin. Bókin fjallar um Jan Hauger, leikskólakennara, sem ræður sig í afleysingarstarf í leikskólann Rjóðrið, sem reynist svo ekki vera neinn venjulegur leikskóli. Rjóðrið er við múra Sankta Patricíu-öryggishælisins þar sem alvarlega geðtruflað og hættulegt fólk er vistað. Börn sjúklinganna eru í Rjóðrinu til …

Bækur: Hælið – Sankta Psyko – Fjögurra stjörnu sálfræðitryllir Lesa færslu »

Bækur: Undirgefni – þegar heimsmyndin manns hrynur

Undirgefni eftir  franska höfundinn Michel Houellebecq er bók sem hefur hlotið mikið umtal og sitt sýnist hverjum. Ég verð að viðurkenna að ég hef átt í miklum erfiðleikum við að koma einhverju frá mér varðandi þessa bók. Í lýsingum er sagt að þetta sé bók sem skipti verulegu máli í, grátbrosleg og ögrandi. Ég get …

Bækur: Undirgefni – þegar heimsmyndin manns hrynur Lesa færslu »

Bækur: Merkt – Hörkuspennandi sænsk glæpasaga af bestu gerð

Bókin Merkt er eftir sænska höfundinn Emelie Schepp. Þetta er fyrsta bók höfundar í seríu, þegar er komin út næsta bók (ekki búið að þýða hana) og þriðja bókin kemur út í maí. Fyrstu tvær bækurnar fóru á metsölulista og sölulega séð er hún komin í flokk með elsku karlinum honum Wallander. Glæpasögur heilla mig. …

Bækur: Merkt – Hörkuspennandi sænsk glæpasaga af bestu gerð Lesa færslu »

BÆKUR: Fram hjá – Ótrúverðug sálarkreppa hjá leiðinlegri konu

Nýlega kom út bókin Fram hjá eftir Jill Alexander Essbaum. Höfundur er bókmenntaprófessor sem hefur gefið út nokkrar ljóðabækur en þetta er fyrsta skáldsagan í fullri lengd. Fram hjá fjallar um Önnu, bandaríska konu sem býr með svissneskum eiginmanni og þremur börnum í Sviss. Hún hefur búið þar í nærri 10 ár og finnst hún enn …

BÆKUR: Fram hjá – Ótrúverðug sálarkreppa hjá leiðinlegri konu Lesa færslu »

BÆKUR: Framúrskarandi vinkona – ótrúlegt líf í Napólí – Fjórar stjörnur!

Framúrskarandi vinkona er skáldsaga eftir ítalska höfundinn Elena Ferrante, fyrsta bók af fjórum um vinkonurnar Lilu og Elenu. Þessi hluti fjallar um æskuár þeirra í Napólí á árunum milli 1950 og 1960. Mér finnst þetta alveg mögnuð bók og hún er alveg pökkuð af efni. Það er nefnilega svo misjafnt hvort tvær jafnlangar bækur eru …

BÆKUR: Framúrskarandi vinkona – ótrúlegt líf í Napólí – Fjórar stjörnur! Lesa færslu »