#norrænarbækur

Bækur: Fórnarlamb án andlits – eru morð réttlætanleg?

Fórnarlamb án andlits er sænsk spennusaga eftir Stefan Ahnhem og er fyrsta bók höfundar. Bókin fjallar um lögregluforingjann Fabían Risk sem er að flytja aftur til borgarinnar þar sem hann ólst upp, í gamla hverfið sitt. Lesandinn fær á tilfinninguna að það hafi eitthvað komið upp í fyrra starfi sem ekki er í lagi. Hann …

Bækur: Fórnarlamb án andlits – eru morð réttlætanleg? Lesa færslu »

BÆKUR: Vefur Lúsífers-Klassísk spenna ⭐️⭐️⭐️⭐️

Vefur Lúsífers er spennusaga í mínum anda. Klisjukennd aðalpersóna með mjúkar hliðar, furðulegt mál og að því er virðist nokkrar sögur sem fléttast saman. Kristina Ohlsson er einn af mínum uppáhalds spennusagna höfundum. Ég varð því alveg verulega glöð þegar ég sá að það var komin ný bók eftir hana, Vefur Lúsífers. Þessi bók kom mér samt …

BÆKUR: Vefur Lúsífers-Klassísk spenna ⭐️⭐️⭐️⭐️ Lesa færslu »

Bækur: Hunangsgildran – Klisjukennd spennusaga

Hunangsgildran heitir spennusaga eftir norska rithöfundinn Unni Lindell. Í upphafi sögunnar er ung kona frá Litháen drepin í iðnaðarhverfi og á svipuðum tíma hverfur sjö ára drengur sporlaust. Lögregluforinginn Cato Isaksen stýrir rannsókninni að hvarfi stúlkunnar og fljótlega virðast þessi tvö mál tengjast. Hvernig tengjast þessi tvö? Þetta er spennusaga númer sex í seríunni um Cato …

Bækur: Hunangsgildran – Klisjukennd spennusaga Lesa færslu »

Bækur: Hælið – Sankta Psyko – Fjögurra stjörnu sálfræðitryllir

Hælið – Sankta Psyko er nýleg spennusaga eftir sænska höfundinn Johan Theorin. Bókin fjallar um Jan Hauger, leikskólakennara, sem ræður sig í afleysingarstarf í leikskólann Rjóðrið, sem reynist svo ekki vera neinn venjulegur leikskóli. Rjóðrið er við múra Sankta Patricíu-öryggishælisins þar sem alvarlega geðtruflað og hættulegt fólk er vistað. Börn sjúklinganna eru í Rjóðrinu til …

Bækur: Hælið – Sankta Psyko – Fjögurra stjörnu sálfræðitryllir Lesa færslu »