Reykjavik
18 Mar, Monday
5° C
TOP

Foursquare er að ryðja sér hratt til rúms á Íslandi og nú þegar er orðið til skemmtilegt samfélag á Foursquare í Reykjavík. Foursquare er einn af nýrri samfélagsmiðlunum en hann er öðruvísi en Facebook eða Twitter að því leyti að á Foursquare segirðu HVAR þú ert, en ekki (endilega) hvað þú ert að gera.

Foursquare skynjar  hvar þú ert í heiminum með GPS og birtir lista af stöðum í námunda við þig. Þú finnur staðinn sem þú ert á og tjekkar þig inn. Þegar þú tjékkar þig inn þá geturðu sett inn upplýsingar um hvað þú ert að gera, tekið mynd á símann og látið fylgja með eða skrifað ráðleggingar til fólk sem kemur þangað á eftir þér.
Foursquare segir þér síðan hverjir aðrir séu á þessum stað, hvað vinir þínir hafa sagt um staðinn og birtir myndir frá öðrum notendum. Á Foursquare safnar þú nefnilega líka vinum og getur séð hvar þeir eru og hvað þeir eru að gera.
Foursquare tengist einnig við Facebook og Twitter þannig að þegar þú tjékkar þig inn á einhvern stað þá geturðu deilt því á Facebook eða Twitter í rauntíma, og meira að segja leyft mynd að fljóta með.

Fyrstu skrefin: