#heilsa

Hollir og góðir hafraklattar

Hollir og góðir hafraklattar fyrir vikuna. Þessa er ekkert mál að baka. Þessa uppskrift fundum við á vafri okkar um undraheima alnetsins. Hún er ótrúlega einföld og sniðug enda flott að geta sent börnin í skólann með svona hafraklatta í nesti og fullt hjarta af góðri samvisku.Hafraklattar með kanil og rúsínubragði slá auðvitað í gegn hjá …

Hollir og góðir hafraklattar Lesa færslu »

HEILSA: Einfalt jurtabað – Þú þarft bara að eiga tepoka

Það er margsannað að jurtir geta gert bæði líkama og sál gott. Við mælum með jurtabaði. Helltu upp á sterkt te með engifer og/eða myntu. Láttu renna í heitt bað. Helltu svo tveimur bollum af te-inu ofan í baðið. Náðu góðri slökun í baðinu. Vertu með tilbúið stórt og mjúkt handklæði til að nota eftir …

HEILSA: Einfalt jurtabað – Þú þarft bara að eiga tepoka Lesa færslu »

Svefnleysi, bjúgur og lausnir við þeim vanda – Gott í desember!

Enn og aftur, við þurfum okkar svefn. Rannsóknir staðfesta enn frekar að nægur svefn stuðli að réttu jafnvægi í orkubrennslu og þannig hefur svefninn mikil áhrif á þyngd. Áhugavert var að lesa um rannsókn þar sem mælt var hve áhrif fimm daga ófullnægjandi svefn hefur á orkueyðslu. Mælt var nákvæmlega áhrifin. Við eyðum meiri orku …

Svefnleysi, bjúgur og lausnir við þeim vanda – Gott í desember! Lesa færslu »

Yoga eða samkvæmisdansar? Þú ert falleg eins og þú ert

Ég er ekki þessi íþróttatýpa og hef aldrei verið. Leikfimistímum og sundi kveið ég fyrir sem krakki. Mér fannst ég vonlaus í boltaleikjum því einhvern veginn tókst mér alltaf að fá boltann beint í smettið. Nei ég valdi dans og var í samkvæmisdönsum í mörg ár. Þar leið mér vel og fékk að hreyfa mig …

Yoga eða samkvæmisdansar? Þú ert falleg eins og þú ert Lesa færslu »

Rabarbaramúffur með engiferi

Hvernig væri að útbúa rabarbaramúffur með engiferi á þessum fallega sumardegi? Nú teygir glæsilegur og girnilegur rabarbari sig til himins í görðum landsmanna. Víða er hann orðinn hár og vel þroskaður og þá er ekkert annað að gera en að nýta hann til matargerðar eða í bakstur. Fyrir mér er fyrsta rabarbarauppskeran kærkominn sumarboði og eftirvænting ríkir …

Rabarbaramúffur með engiferi Lesa færslu »

Mataræði: Litla Gula Hænan – Af því ég vil hreina fæðu 🐣

Mér finnst alltaf meira gaman að kaupa matvöru sem er frá litlu fyrirtæki frekar en þeim stóru. Ég vil jú styðja kaupmanninn á horninu eins og ég fjallaði áður um í þessari grein. Einnig legg ég mikið upp úr því að kaupa vörur sem ég veit hvaðan koma enda vil ég helst forðast öll aukaefni, …

Mataræði: Litla Gula Hænan – Af því ég vil hreina fæðu 🐣 Lesa færslu »

Nýjasta snilldin: Reiðhjólið – Það er ALLT skemmtilegt við það að hjóla!

Og meðan sumar sperra sig á Íslandi eru aðrar að hjóla á Spáni 😍🚲🌞💃🏼 @#Repost @sylviasigurdar ・・・ Spánarlífið A photo posted by @pjatt.is on Apr 1, 2016 at 4:03pm PDT Nýjasta snilldin á mínu heimili eru reiðhjól og barnastóll sem við vorum sammála að væri tilvalin viðbót! Hjól geta verið frábær kaup útaf svo mörgum …

Nýjasta snilldin: Reiðhjólið – Það er ALLT skemmtilegt við það að hjóla! Lesa færslu »

TÍSKA: Ofurbeibið Beyoncé með nýja línu fyrir ræktina, við bíðum spenntar!

Hin ofur-úber-súper-flotta Beyoncé hefur nú sent frá sér Ivy Park, nýja fatalínu fyrir ræktina. Það má búast við dýrðinni í verslanir 14.apríl og vörurnar má m.a. nálgast í Topshop, Net A Porter, Selfridges og Nordstrom. Sir Phillip Green, stofnandi Topshop, hannaði línuna í samvinnu við dívuna en þetta er mestmegnis svartur, hvítur og grár íþróttafatnaður; …

TÍSKA: Ofurbeibið Beyoncé með nýja línu fyrir ræktina, við bíðum spenntar! Lesa færslu »

Möndlumjólk með vanillu og kanil

Möndlumjólk með vanillu og kanil. Svo ómótstæðilega girnilegt og gott! Mér þykir möndlumjólk alveg ægilega góð í allskonar matargerð. Ég hef til dæmis prófað að nota í grjónagraut, boost og bakstur. Þar sem ég reyni núna að borða allt eins ferskt og hægt er og forðast aukaefni þá tók ég upp á því að búa til …

Möndlumjólk með vanillu og kanil Lesa færslu »

FRÉTT: Fá sveigjanlegan vinnutíma þegar þær eru á túr 👊🏼

Breska fyrirtækið Coexist hefur markað stefnu til að auðvelda starfsmönnum lífið í vinn­unni þegar þær eru á blæðing­um. Fyrirtækið er líklega það fyrsta í Bretlandi sem set­ur sér opinbera stefnu í þess­um mál­um en mark­miðið er að skapa betra umhverfi á vinnustaðnum og góða stemmningu. Málið snýst þó ekki um að konur fái meira frí þegar þær eru á …

FRÉTT: Fá sveigjanlegan vinnutíma þegar þær eru á túr 👊🏼 Lesa færslu »

Grænmetis lasagna er málið í kvöld!

Hvað er girnilegra en gott og bragðmikið grænmetis lasagna!! Hollt & gott. Uppskrift á Pjatt.is – kíktu!! #pjattrofurnar #uppskrift A photo posted by @pjatt.is on Mar 1, 2016 at 5:08am PST Grænmetis lasagna er frábær kvöldmatur, hvort sem er fyrir fjölskylduna eða næsta partý.  Svo er líka alveg frábært að útbúa grænmetis lasagna og “plata” …

Grænmetis lasagna er málið í kvöld! Lesa færslu »

Börn og mataræði: Hollusta í dulbúningi – Plataðu krakkann!

Flest börn eru treg að borða grænmeti eða annan hollan mat. Hérna koma nokkur frábær ráð til þess að koma hollum mat ofan í þau án þess að þau geri sér grein fyrir því. Avakadó: Avakadó er frekar bragðlaust og auðvelt að smygla nokkrum sneiðum í vefju án þess að það sjáist. Ég hef oft …

Börn og mataræði: Hollusta í dulbúningi – Plataðu krakkann! Lesa færslu »

Avocadó salat með peacan hnetum

Þetta dásamlega avocado salat með peacan hnetum er svakalega gott! Það kemur frá henni Kristínu Önnu vinkonu minni, slær í gegn í saumó og er alveg ofsalega hollt og gott fyrir líkamann 😉 INNIHALD Brokkólí Avocado / Lárpera Agúrka Spínat Pekanhnetur ristaðar í tamarísósu Bita niður brokkoli, avocado og agúrku og blanda við basilsósuna og …

Avocadó salat með peacan hnetum Lesa færslu »

Próteinbomba með berjum og eggjum

Berjaeggjakaka með kotasælu fyrir einn. Fullkominn próteinríkur morgunmatur fyrir þau sem vilja skera niður kolvetnin. INNIHALD 2 egg 2 msk vatn salt og pipar 2 tsk góð olía 1/2 dl kotasæla 2 dl blönduð ber, s.s. jarðarber, bláber, hindber AÐFERÐ Léttþeytið eggin með gaffli og bætið vatni útí ásamt salti og pipar. Hitið smá olíu …

Próteinbomba með berjum og eggjum Lesa færslu »

5 fegrunaraðgerðir fyrir konur, 40 ára og eldri

Fyrir konur sem eru orðnar 40 ára og eldri skiptir fegrun húðarinnar yfirleitt mikið meira máli en hefðbundin andlitsförðun. Ég tók einmitt saman lista yfir 8 uppáhalds snyrtivörurnar mínar á síðasta ári og það var ekki fyrr en ég var búin með hann að ég tók eftir því að á listanum voru eiginlega bara vörur …

5 fegrunaraðgerðir fyrir konur, 40 ára og eldri Lesa færslu »