Reykjavik
18 Mar, Monday
5° C
TOP

Highlighter er einn af þessum hlutum sem að þú ÞARFT kannski ekki beint að eiga en er samt svo gaman því hann gerir svo mikið fyrir mann…

…Ég er mjög ´picky´ á highlighter en fann einn fullkominn fyrir mig um daginn, hann er bleiktóna og er því mjög náttúrulegur og blandast vel við ljósan húðlit eins og minn. Þessi highlighter kemur úr smiðju Gosh og heitir einfaldlega Liquid Highlighter, Satin Glow #001. Hann er fljótandi og hefur einstaklega mjúka og fallega áferð.

Fyrir þá sem hafa ekki notað highlighter eða vita ekki hvað það er þá er það einfaldlega ljóst glitrandi krem sem að þú getur borið á kinnbeinin, augnbrúnabeinin, niður eftir nefinu og á rétt fyrir ofan efri vörina. Þetta gefur manni ferskt yfirbragð og gefur húðinni ljóma, maður verður eiginlega að prófa sjálfur og sjá muninn.

Ég nota hann sjálf mest á kinn-og augnbrúnabeinin og set svo sólarpúður undir kinnbeinin. Mjög sumarlegt og ferskt.Ég ber highlighterinn á með förðunarburstanum mínum og passa bara að blanda mjög vel. Ég held að það sé alveg þess virði að splæsa í einn góðan highlighter því hann gerir mjög mikið fyrir mann og túpan endist og endist því maður þarf svo lítið í einu.Kíktu á nokkrar myndir af því hvernig nota má highlighter í förðun...

Vor og sumarlínan 2011 frá Gosh mjög rómantísk og mjúk en allar vörurnar í línunni eru fallega mildar á lit. Það á einnig við um krem-kinnalitinn sem heitir  Natural Touch Cream Blusher og eins og nafnið gefur til kynna þá er hann mjög nátturulegur og hentar því dagsdaglega.

Liturinn sem ég fékk heitir því krúttlega nafni 003 Fluffy Peach og er ferskju-bleikur og sumarlegur. Svona krem-kinnaliti er  mjög þægilegt og fljótlegt að bera á með fingrunum en sjálf nota ég alltaf farðaburstann minn til að bera hann á.
Aðal málið með kinnaliti að mínu mati er að setja lítið í einu og blanda vel, svo getur maður alltaf bætt við. Best er svo að byrja að setja kinnalitinn á epli kinnana og láta hann svo deyja út þegar nær dregur hárlínunni, passa bara að það sjáist engin skil. Ég set yfirleitt tvær léttar umferðir yfir blautan farðann (án púðurs) þegar ég nota þennan krem-kinnalit og fæ þannig mjög ferskt og ´dewey´ lúkk. Kinnaliturinn hefur svo mjög góða endingu og verður ekki of glansandi þegar líður á daginn.