#föstudagskjóllinn

Föstudagskjóllinn 10. kafli: Með bóndarós á rassinum

Í dag er tíundi föstudagurinn og því tilvalið að draga upp einn gamlan og góðan kjól. Þetta er kjóll frá spænska merkinu Desigual og keyptur fyrir 8-10 árum. Það var í Akureyrarferð með nornunum vinkonum mínum. Í þessum ferðum var alltaf kíkt í nokkrar búðir og síðan beint til spákonu á eftir. Góðar ferðir. Sólrún …

Föstudagskjóllinn 10. kafli: Með bóndarós á rassinum Lesa færslu »

Föstudagskjóllinn 9. kafli: Föst í kjólnum, flækt í rennulás?

Föstudagskjóllinn í dag er næstum því alveg glænýr. Ég keypti hann fyrir mánuði og ekki af neinni ástæðu annarri en að mig langaði í hann. Það er ekki verri ástæða en hver önnur. Þetta er auðvitað Melónukjóll (Smashed Lemon) og er þess vegna eins og svo margir úr þeirri smiðju alveg ótrúlega kósý og þægilegur. …

Föstudagskjóllinn 9. kafli: Föst í kjólnum, flækt í rennulás? Lesa færslu »

Föstudagskjóllinn 8. Kafli: Náttkjóll var það heillin!

Föstudagskjólinn í dag er óvenjulegur. Í dag er nefnilega almennt sinnuleysi og lasleiki að hrjá mig og ég ekki á fótum. Ég tók þá ákvörðun að vera bara í náttkjólnum. Er ekki í stuði til að vappa um íbúðina í fínum kjól. Stórir eða litlir? Það er þetta með náttkjóla, ég á fullt af þeim. …

Föstudagskjóllinn 8. Kafli: Náttkjóll var það heillin! Lesa færslu »

Föstudagskjóllinn 7. Kafli: Sokkabuxur í klofinu

Nú er föstudagskjólinn á faraldsfæti. Brá sér út fyrir landsteinana í haustfrí. Þá þarf að velja kjól sem er góður í ferðalög. Mér finnst nefnilega ekki gott að þvælast á flugvöllum kjóllaus (Jú, auðvitað væri ég í einhverjum fötum en mér finnst kjóllinn betri). Hann má þó ekki vera of síður því þá þvælist hann …

Föstudagskjóllinn 7. Kafli: Sokkabuxur í klofinu Lesa færslu »

Föstudagskjólinn 5. Kafli: Segðu það með blómum!

Jibbí jei, það er aftur kominn föstudagur og ég má skipta um kjól. Þar sem melónukjólinn (Smashed Lemon) þótti nokkuð flottur ákvað ég að taka bara strax annan melónukjól en þessi er samt allt öðru vísi. Blómalega sumarlegur. Ég hef aldrei farið í hann fyrr enda er ég eiginlega eins og ég sé ólétt í …

Föstudagskjólinn 5. Kafli: Segðu það með blómum! Lesa færslu »

Föstudagskjóllinn 4. Kafli: Brjóstaskorur á almannafæri

Kjóll dagsins í dag er frábær enda tileinkaður nýkomnum áhuga mínum á brjóstaskorum. Já þið lásuð rétt. Þessi kjóll er keyptur í Kjólar og Konfekt, eins og svo margir af kjólum mínum síðustu tvö árin en ég fór að elska þessa búð þegar ég fattaði að hún er ekki bara fyrir mjónur, heldur líka konur eins …

Föstudagskjóllinn 4. Kafli: Brjóstaskorur á almannafæri Lesa færslu »

Föstudagskjóllinn 3. Kafli: „Do you have clothes to sleep in?“

Föstudagskjóllinn minn var keyptur í vor. Hann er því tiltölulega nýr í skápnum en ég keypti hann af því fatanúmerið var svo fallegt. Ég hef sem sé grennst og er komin niður um eina til tvær stærðir. Stærðir eru nefnilega mjög sálrænt atriði. Það að sjá XL í stað XXL eða L í stað XXL …

Föstudagskjóllinn 3. Kafli: „Do you have clothes to sleep in?“ Lesa færslu »

Föstudagskjóllinn 2.Kafli: Jarðarfararkjólinn sem reyndist vera brúnn

Föstudagur aftur og nýbúinn. Hvert fer tíminn eiginlega? Jæja, það sem er gott er að þá er kominn tími á að skipta um kjól. Að vísu er ég ekki búin að vera í sama kjólnum í heila viku, auðvitað ekki, hvað haldiði eiginlega að ég sé? Sorg og gleði Flott vinnuumhverfið mitt en ég er …

Föstudagskjóllinn 2.Kafli: Jarðarfararkjólinn sem reyndist vera brúnn Lesa færslu »