#bækur

Stúlkan hjá brúnni

Arnaldur Indriðason Útgefandi: Vaka-Helgafell Fjöldi síðna: 300 Sagan um stúlkuna hjá brúnni er 21. skáldsaga Arnalds Indriðasonar. Í umfjöllun á Bókmenntaborginni skrifar Úlfhildur Dagsdóttir: „Bókin hefst á því að ungur maður finnur stúlkulík í Reykjavíkurtjörn. Árið er 1961 og ekki löngu síðar verður hin tólf ára Eygló fyrir því að sjá svip stúlkubarnsins, sem leitar einhvers. …

Stúlkan hjá brúnni Lesa færslu »

BÆKUR: Með lífið að veði – Ótrúleg ævisaga kornungrar konu frá Norður-Kóreu

Með lífið að veði heitir mögnuð sjálfsævisaga ungrar konu að nafni Yenomi Park. Bókin kom útí vor í íslenskri þýðingu hjá Bókafélaginu en er upprunalega gefin út árið 2015 af Penquin. Yenomi er fædd árið 1993 sem gerir sögu hennar enn áhugaverðari enda ekki daglega sem við lesum “ævisögur” einstaklinga sem eru svo ungir að …

BÆKUR: Með lífið að veði – Ótrúleg ævisaga kornungrar konu frá Norður-Kóreu Lesa færslu »

BÆKUR: Vefur Lúsífers-Klassísk spenna ⭐️⭐️⭐️⭐️

Vefur Lúsífers er spennusaga í mínum anda. Klisjukennd aðalpersóna með mjúkar hliðar, furðulegt mál og að því er virðist nokkrar sögur sem fléttast saman. Kristina Ohlsson er einn af mínum uppáhalds spennusagna höfundum. Ég varð því alveg verulega glöð þegar ég sá að það var komin ný bók eftir hana, Vefur Lúsífers. Þessi bók kom mér samt …

BÆKUR: Vefur Lúsífers-Klassísk spenna ⭐️⭐️⭐️⭐️ Lesa færslu »

BÆKUR: Koparborgin – Ævintýrasaga af bestu gerð

Koparborgin eftir Ragnhildi Hólmgeirsdóttur er ævintýrabók sem óhætt er að mæla með. Þetta er fyrsta skáldsaga Ragnhildar og í apríl fékk hún barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar sem besta frumsamda barnabókin. Koparborgin fjallar um Pietro, tólf ára gamlan dreng sem er búinn að miss alla fjölskyldu sína úr plágunni. Fjölskylda hans tilheyrir bátafólkinu sem eru ekki eiginlegir þegnar …

BÆKUR: Koparborgin – Ævintýrasaga af bestu gerð Lesa færslu »

BÆKUR: Iréne – Spennusaga af allra bestu gerð

Iréne eftir franska höfundinn Pierre Lemaitre er fyrsta bókin í þríleiknum um lögregluforingjann Camille Verhæven. Fyrir rúmu ári var bók nr. tvö, Alex, þýdd á íslensku og er hún með betri spennusögum sem ég hef lesið lengi. Það var því með þó nokkurri tilhlökkun sem ég hóf lesturinn á Iréne. Í þessari bók er raðmorðingi …

BÆKUR: Iréne – Spennusaga af allra bestu gerð Lesa færslu »

BÆKUR: Vegabréf, vísakort og lyklar að hjólinu – Ferðasaga

Á fjörur mínar rak bókina, Vegabréf, vísakort og lyklar að hjólinu eftir Unni Sveinsdóttur og Högna Pál Harðarson. Þetta er ferðasaga þeirra er þau hjóluðu 30.600 km yfir 20 lönd árið 2014. Unnur og Högni eru að sögn venjulegir Íslendingar en þau eru samt óvenjuleg að einu leiti. Þau eiga sér drauma um að sjá sem …

BÆKUR: Vegabréf, vísakort og lyklar að hjólinu – Ferðasaga Lesa færslu »

Barðastrandarhreppur göngubók – Listaverk í bókarformi – Göngubókin í ár!

Barðastrandarhreppur göngubók er ný göngubók eftir Elvu Björgu Einarsdóttur. Elva gefur bókina út sjálf og hefur unnið mikið þrekvirki með útgáfu hennar. Á hverju sumri verð ég að eignast nýja göngubók, þetta er að verða eins konar upphaf sumarsins hjá mér. Göngubókin Barðastrandarhreppur er klárlega göngubókin í ár og hún er fyrsta sinnar tegundar í …

Barðastrandarhreppur göngubók – Listaverk í bókarformi – Göngubókin í ár! Lesa færslu »

BÆKUR: Fyrirvari – Rennur hefndarþorstinn aldrei út?

Fyrirvari eftir Renée Knight fjallar um fortíðina, hefndarþrá, rangar ákvarðanir og sitthvað fleira sem hendir fólk á langri lífsleið. Þetta er bók um hefnd og hvernig fólk sér ekki út fyrir hefndarþorstann. Hver veit sögu einhvers ef hann var ekki á staðnum? Er hægt að dæma án þess að tala við alla aðila? Catherine fær …

BÆKUR: Fyrirvari – Rennur hefndarþorstinn aldrei út? Lesa færslu »

Bækur: Hunangsgildran – Klisjukennd spennusaga

Hunangsgildran heitir spennusaga eftir norska rithöfundinn Unni Lindell. Í upphafi sögunnar er ung kona frá Litháen drepin í iðnaðarhverfi og á svipuðum tíma hverfur sjö ára drengur sporlaust. Lögregluforinginn Cato Isaksen stýrir rannsókninni að hvarfi stúlkunnar og fljótlega virðast þessi tvö mál tengjast. Hvernig tengjast þessi tvö? Þetta er spennusaga númer sex í seríunni um Cato …

Bækur: Hunangsgildran – Klisjukennd spennusaga Lesa færslu »

Bækur: Hælið – Sankta Psyko – Fjögurra stjörnu sálfræðitryllir

Hælið – Sankta Psyko er nýleg spennusaga eftir sænska höfundinn Johan Theorin. Bókin fjallar um Jan Hauger, leikskólakennara, sem ræður sig í afleysingarstarf í leikskólann Rjóðrið, sem reynist svo ekki vera neinn venjulegur leikskóli. Rjóðrið er við múra Sankta Patricíu-öryggishælisins þar sem alvarlega geðtruflað og hættulegt fólk er vistað. Börn sjúklinganna eru í Rjóðrinu til …

Bækur: Hælið – Sankta Psyko – Fjögurra stjörnu sálfræðitryllir Lesa færslu »

Bækur: Undirgefni – þegar heimsmyndin manns hrynur

Undirgefni eftir  franska höfundinn Michel Houellebecq er bók sem hefur hlotið mikið umtal og sitt sýnist hverjum. Ég verð að viðurkenna að ég hef átt í miklum erfiðleikum við að koma einhverju frá mér varðandi þessa bók. Í lýsingum er sagt að þetta sé bók sem skipti verulegu máli í, grátbrosleg og ögrandi. Ég get …

Bækur: Undirgefni – þegar heimsmyndin manns hrynur Lesa færslu »

Bækur: Merkt – Hörkuspennandi sænsk glæpasaga af bestu gerð

Bókin Merkt er eftir sænska höfundinn Emelie Schepp. Þetta er fyrsta bók höfundar í seríu, þegar er komin út næsta bók (ekki búið að þýða hana) og þriðja bókin kemur út í maí. Fyrstu tvær bækurnar fóru á metsölulista og sölulega séð er hún komin í flokk með elsku karlinum honum Wallander. Glæpasögur heilla mig. …

Bækur: Merkt – Hörkuspennandi sænsk glæpasaga af bestu gerð Lesa færslu »

BÆKUR: Fram hjá – Ótrúverðug sálarkreppa hjá leiðinlegri konu

Nýlega kom út bókin Fram hjá eftir Jill Alexander Essbaum. Höfundur er bókmenntaprófessor sem hefur gefið út nokkrar ljóðabækur en þetta er fyrsta skáldsagan í fullri lengd. Fram hjá fjallar um Önnu, bandaríska konu sem býr með svissneskum eiginmanni og þremur börnum í Sviss. Hún hefur búið þar í nærri 10 ár og finnst hún enn …

BÆKUR: Fram hjá – Ótrúverðug sálarkreppa hjá leiðinlegri konu Lesa færslu »

BÆKUR: Vegur vindsins – Frábær ferðasaga um íslenska konu sem gekk Jakobsveginn

Vegur vindsins – Buen Camino, eftir Ásu Marín Hafsteinsdóttur, er saga um Jakobs veginn. Elísa ákveður að skella sér í göngu þegar hún fær fréttir sem hræða hana mikið. Hún þarf að hugsa sinn gang og finna út hvernig hún vill hafa framtíðina. Á göngunni er hún ein með hugsunum sínum dag eftir dag og á …

BÆKUR: Vegur vindsins – Frábær ferðasaga um íslenska konu sem gekk Jakobsveginn Lesa færslu »

BÆKUR: Framúrskarandi vinkona – ótrúlegt líf í Napólí – Fjórar stjörnur!

Framúrskarandi vinkona er skáldsaga eftir ítalska höfundinn Elena Ferrante, fyrsta bók af fjórum um vinkonurnar Lilu og Elenu. Þessi hluti fjallar um æskuár þeirra í Napólí á árunum milli 1950 og 1960. Mér finnst þetta alveg mögnuð bók og hún er alveg pökkuð af efni. Það er nefnilega svo misjafnt hvort tvær jafnlangar bækur eru …

BÆKUR: Framúrskarandi vinkona – ótrúlegt líf í Napólí – Fjórar stjörnur! Lesa færslu »

Bækur: Útlaginn – Einsemd og vanlíðan, fantagóð skrif! Fjórar og hálf stjarna

Ég var að ljúka við að lesa bókina Útlaginn eftir Jón Gnarr og í stuttu máli get ég sagt… Þetta er ekki auðveld bók sem lesin er í einum grænum. Einmanaleikinn og einstæðingsskapurinn lekur af hverri blaðsíðu. Jón er ekki munaðarlaus en hann gæti alveg eins verið það. Það er enginn sem fylgist með honum, …

Bækur: Útlaginn – Einsemd og vanlíðan, fantagóð skrif! Fjórar og hálf stjarna Lesa færslu »