Stevie Wonder (65): Var að skilja – Níunda barnið ekki orðið eins árs

Stevie Wonder (65): Var að skilja – Níunda barnið ekki orðið eins árs

Stevie með fjölskyldu sinni meðan allt lék í lyndi. Nú eru þau skilinn og hann var að eignast sitt níunda barn í desember.

Goðsögnin Stevie Wonder er var að skilja formlega við aðra eiginkonu sína en kappinn hafði verið giftur í átta ár þegar þau fóru í sundur árið 2009.

Það er þó ekki fyrr en núna nýlega að formlegur skilnaður fór í gegn ásamt samþykki um að greiða fyrrum eiginkonunni 25.000 dali á mánuði í meðlög með tveimur börnum þeirra.

Það eru rúmar þrjár milljónir á mánuði.

Saman eiga þau Kailand, sem er fjórtán ára og dótturina Möndlu sem er tíu ára.

Þau deila forsjá með börnum sínum og samþykkt hefur verið að Stevie fái að taka þau með sér á tónleikaferðalög þegar svo ber undir.

Nía er númer níu

Hann notaði fingrafar sitt til að skrifa undir samninginn en eins og allir vita hefur tónlistarsnillingurinn
Stevie verið blindur frá fæðingu.

 

Það er meira sem gengur á í einkalífinu hjá gamla því í desember s.l eignaðist hann sitt níunda barn, dótturina Niu (lol) með nýju kærustunni sinni sem hann fór að vera með áður en skilnaður hans var frágengin. Nia er annað barn þeirra.

Með nýju fjölskyldunni. Vonandi blessast þetta.

Hann á þessi níu börn með fimm konum og Nia, sú yngsta, er ekki orðin eins árs en elsta barnið hans er 39 ára.

Það er dóttir hans Aisha sem segir pabba sinn hafa þroskast vel með aldrinum og að hann sé núna mikið betri pabbi en áður.

 

Þetta tekur greinlega allt sinn tíma. Batnandi pöbbum er best að lifa.

Share on facebook
Deila á Facebook
Share on twitter
Deila á Twitter
Share on pinterest
Deila á Pinterest