Við höfum þegar skrifað um 10 vandamál sem stórbrjósta konur kannast vel við en þá er sagan ekki öll.
1. Þau brenna hraðar en restin af líkamanum
Þar sem þessar elskur er um 6-15 sentimetrum nær sólinni en restin af líkamanum þá eiga þær til að brenna mikið hraðar en allt annað á líkamanum. Og það er alveg sama hvað maður ber vel á þær af sólarvörn, þær brenna bara samt af því svitaframleiðsla er gríðarlega hröð á þessu svæði.
2. Væntingar og raunveruleiki
Kate Upton gefur hér mjög falskar væntingar um hvað er og er ekki hægt að gera á ströndinni þegar þú ert með DD eða stærri. Ef venjuleg stelpa myndi reyna svona hlaupatakta í sandinum þá væri hún löngu búin að rota sig á eigin brjóstum, þau væri sprottin upp úr haldaranum, þetta væri bara ekkert að fara að gerast. Konur með DD+ hlaupa ekki í svona bikiníhaldara á ströndum. Það bara gerist ekki.
3. Brjóstasviti
Það verður enginn brúnn þar sem hann er löðrandi í svita og sífellt að þurrka hann af. Enda er líka vonlaust að halda sólarvörn á þessu svæði. Svitinn sér til þess að þú ert ekkert að fara að verða almenninlega brún.
4. Það er ekki hægt að liggja á maganum
Stelpa með stór brjóst fær aldrei almenninlega og jafna brúnku á bakið því hún getur ekki legið á maganum. Nema kannski á strönd og þá þarf að grafa sér holur fyrir sitthvort brjóstið og skemma neglurnar í leiðinni. Og hér eru ekki margar strendur, svo þetta fellur alveg um sjálft sig. Við höldum bara áfram að vera eins og Homeblest.
5. Hvít rönd undir brjóstunum
Brjóstin verða auðvitað allskonar á litinn þegar það næst ekki að halda sólarvörn undir þeim og þau brenna efst. Reyndar bara eins og allur líkaminn. Það fer allt í rugl.
6. Hliðarjúllan
Ekki hægt að liggja á maganum og erfitt að liggja á bakinu… Hvernig er hægt að gera þetta auðvelt?! Þegar þú liggur á bakinu þá renna brjóstin til beggja hliða og það er heldur ekki skemmtilegt. Þá kemur þetta sem kallast ‘side-boob’ og er smart á fyrirsætum sem eru í A skálastærð og sama um allt en ef þú ert í C og upp úr þá er ekkert rosalega smart við brjóst í handakrikunum. Og alveg hvít för þar undir.
7. Þau bara koma út af sjálfu sér
Að vera með stór brjóst er bara eitt risastórt hættusvæði í sól og sumri. Það næstum því alveg sama í hvað maður fer, – það er alltaf verið að taka áhættu á að brjóstin renni fram úr og geirvartan sýni sig. Í hvert sinn sem maður skiptir um stellingu, snýr sér við, stendur upp, vindurinn eykst… Sólbað fyrir konur með stór brjóst er bara vesen. Það er ekkert annað að gera en að hnýta alla skátahnútana og reikna með 25 vindstigum í hvert sinn sem farið er í sólbað, það er að segja ef þetta á allt að ganga upp. Og þú þarft bara að sætta þig við að þau verði í tveimur eða þremur litatónum.
Það er ekkert annað við þessu að gera.
[þýtt og staðfært frá EliteDaily]
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.