Það er alltaf svo gaman að segja frá því sem maður fílar, hvort sem það er matur, skemmtilegur staður, góð þjónusta eða hvað sem er… Meðmæli eru einfaldlega skemmtileg. Hér eru 5 hlutir sem ég get heilshugar mælt með:
1. Sokkabuxum í Tiger: Fást nokkrar gerðir og litir – kosta ekki nema 800 kr. og eru mjög góðar. Flestar uppáhalds sokkabuxurnar mínar eru þaðan. Búin að eiga þær í meira en ár og enn ekkert gat. SNILLD!
2. Baby Wipes í stað hreinsiklúta: Þetta er eitthvað sem mér hefði aldrei dottið í hug. Vinkona mín neyddi mig til að prófa og ég sé ekki eftir því. Mér finnst þeir ná málningunni betur af en margir hreinsiklútar og svo eru þeir MIKLU ódýrari. Kaupi bara Euroshopper pakka sem er með 72 stk. á 200 kall!
3. Subway: Þar sem ég er grænmetisæta getur orðið frekar einhæft að fara á Subway þar sem grænmetissæla er það eina sem er í boði fyrir mig. En ég ELSKA subway og er því búin að þróa grænmetissæluna til hins ýtrasta. Ég mæli með Honey oat brauði – setja ostinn, rauðlauk, olíu og MIKIÐ af parmesan osti og rista hann þannig. Svo setur maður hvaða grænmeti og sósu sem maður vill eftirá. MEGA GOTT!
4. Ólæstum bíldruslum: Ef þú átt bíldruslu með lélegu útvarpi og býrð á vafasömum svæðum eins og 101 Reykjavík – EKKI læsa bílnum þínum. Brotin rúða er oftast mun meira tjón en gamalt útvarp. En auðvitað læsum við ef einhver verðmæti eru í bílnum.
5. Reykelsum: Þau gera svo mikið fyrir stemminguna. Ég elska að kveikja á kertum og reykelsi, gefur góðan anda í húsið. Það er til dæmis hægt að fá reykelsi í Maníu á Laugarvegi. 10 stk. á 200 kr.
Stella Björt útskrifaðist úr Borgó 2010 og starfar nú sem verslunarstjóri í Topshop í Smáralind. Þess á milli tekur hún að sér stílistaverkefni og hefur tekið námskeið í stíliseringu í London College of Fashion en stefnir á fullt nám þar í framtíðinni. Stella er tvíburi.