Barnafatalína Stellu McCartney kom í GAP verslanir í gær.
Stella nefnir flíkurnar eftir börnum sínum, t.d. Ingrid kjóll og Sam jakki. Verrí kjút!
Mér finnst þetta rosalega vel heppnuð lína hjá henni. Mér finnst barnaföt stundum orðin of “fullorðins” fyrir börn. Börn eiga að vera börn eins lengi og hægt er og Stellu tekst vel að halda í æskuna og fallegan og smekklegan hátt.
Mér finnst þessi gulu gúmmístígvél líka algjört æði!
Við Stellurnar erum bara bestar! 😉
Stella Björt útskrifaðist úr Borgó 2010 og starfar nú sem verslunarstjóri í Topshop í Smáralind. Þess á milli tekur hún að sér stílistaverkefni og hefur tekið námskeið í stíliseringu í London College of Fashion en stefnir á fullt nám þar í framtíðinni. Stella er tvíburi.