Steinar er ungur og upprennandi tónlistarmaður. Nýútkomið lag hans Up er í 1. sæti Lagalistans sem inniheldur mest spiluðu lögin á Íslandi. Þá trónir lagið á toppi vinsældarlista FM957.
Lagið er að mínu mati nokkuð flott. Það er vel útsett og svo er Steinar líka með afbragðs góða rödd. Fyrsta plata Steinars, Beginning, kemur út núna á föstudaginn 15. nóvember. Af því tilefni verður haldið útgáfupartý þann 14. nóvember á Austur (meira um viðburðinn hér). Á plötunni eru 9 lög og þar á meðal lagið Up.
Mig langaði til að forvitnast aðeins um þennan unga mann og fékk hann til að svara nokkrum laufléttum ..
Nafn: Steinar Baldursson.
Aldur: 18 ára.
Búseta: Grafarvogur.
Sambandsstaða: Í augnablikinu er ég einhleypur.
Nám/starf: Tónlistarmaður og nemandi í Verzló.
Áhugamál: Fyrir utan tónlist eru það flestar íþróttir, tölvuleikir, kvikmyndir og þættir.
Stjörnumerki: Nautið.
Geturu útskýrt í stuttu máli fyrir lesendum um hvað lagið Up fjallar? Up er jákvætt og skemmtilegt lag sem fjallar um að allt sé á uppleið. Allir geta túlkað þetta á sinn hátt, hvort sem það er á uppleið í sambandi eða bara almennt í lífinu.
Mér skilst að lagið sé um einhverja eina ákveðna stelpu, er það rétt? Þessi eina stelpa á heiðurinn að flestum lögunum á plötunni minni já, en ekki öll lögin eru um hana.
Hverjar eru þínar fyrirmyndir í tónlist? Helstu fyrirmyndir eru Justin Timberlake, Kanye West, Chris Brown, Ne Yo, Timbaland og Bruno Mars.
Góður dagur fyrir þér væri … Dagurinn þegar platan mín kemur út verður góður dagur, hlakka til að leyfa fólki að heyra meira.
Ef þú ættir að lýsa þér í 3 orðum … Ákveðinn, bjartsýnn, svefnpurrka.
Áttu þér eitthvert mottó sem þú reynir að fara eftir? Nei á ekkert mottó – reyni bara alltaf að gera mitt besta þegar kemur að hlutum sem skipta mig máli.
Eitthvað að lokum? Stay classy.
[youtube]http://youtu.be/BEyiJ1BJhDE[/youtube]
Fanney hefur skrifað á Pjattið frá 2012. Hún skrifar mest um andlegu hliðina og lífsstílstengd mál. Fanney er viðskiptafræðingur og starfar sem slíkur hjá Markhóli markþjálfun. Hún býr í 105 Rvk ásamt sambýlismanni sínum Óskari Arnarsyni. Fanney er með sól í fiskum en er rísandi bogmaður.