Stefán Svan Aðalheiðarsson hönnuður og innkaupastjóri í versluninni Sævar Karl byrjaði með Stefánsbúð árið 2011.
Þar selur hann ýmsan fallegan varning, og mikið af hönnunarvöru en ágóðinn fer til stuðnings systur hans, Hjördísar, sem hefur staðið í þjóðþekktu forræðismáli undanfarna mánuði.
“Þar sem ég vinn í verslunarbransanum þá sankar maður að sér ansi mikið af fatnaði og öðru tilfallandi. Mér fannst kjörið að koma þessu frá mér og styrkja þannig systur mína fjárhagslega en hún hefur háð erfiða baráttu fyrir börnum sínum móti ofbeldisfullum föður og kerfinu,” segir Stefán.
“Ég hef haldið markaði reglulega út um allan bæ en það er gaman að geta verið með þetta til sölu 24/7 á netinu. Til sölu eru aðallega fatnaður og innanstokksmunir sem flest kemur frá mér eða nákomnum,” segir Stefán sem meðal annars hélt hönnunarmarkað og uppboð á KEX snemma á þessu ári “Verslanir og hönnuðir gáfu hluti á markaðinn og eitthvað sem varð eftir á þessum flotta markaði er enn til sölu síðunni,” segir Stefán og bendir jafnframt á að öllum sé frjálst að hafa samband við hann í gegnum síðuna ef fólk hefur áhuga á að gefa fallega vöru til að styðja við baráttumál Hjördísar. Spurður að því hver staðan sé á því núna segir hann að hún sé ekki góð:
“…en við erum að vinna í þessu með góðu fólki og saman getum við snúið röngum dómi við og hafið ferlið að nýju, þá með öllum þeim gögnum sem skipta máli,” segir þessi frábæri bróðir að lokum.
Við hvetjum allar pjattrófur til að kíkja inn í STEFÁNSBÚÐ og skoða þá flottu hluti sem hann er að bjóða þar á frábæru verði.
Hér er svo Facebook síða um mál Hjördísar og dætra hennar…
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.