Við Pjattrófur erum ótrúlega þakklátar og glaðar hvað margir hafa gaman af blogginu okkar og í tilefni af þessu erum við byrjaðar með smá uppákomu:
Okkur langar að eiga stóran vinkonuhóp á aðdáendasíðunni á FACEBOOK og eftir því sem hópurinn stækkar ætlum við að draga út nöfn og gefa sætar gjafir, t.d. Oroblu sokkabuxur, Maybelline maskara, blýant, snyrtibuddu, 20% afslátt í Lyfju og kort í ræktina!
Þegar þetta er skrifað erum við með tæpa 3000 aðdáendur en þegar talan er komin í 4000 ætlum við að draga út fyrstu nöfnin og birta á blogginu (já, svaka metnaður! :))
Í framtíðinni langar okkur svo að gera þetta annað slagið og bjóða ykkur reglulega upp á gjafir, afslætti, skemmtikvöld og upplifelsi sem pjattrófur hafa gaman af.
Smelltu á linkinn fyrir neðan til að gerast aðdáandi okkar og endilega bentu vinkonum á okkur. Þú sérð hvernig það er gert á skýringarmyndinni hér fyrir neðan og ef þú smellir á myndina ferðu á fésbókar fan síðuna okkar.

Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.