Jæja kæru vinir! Ég er komin til Írlands að heimsækja vini mína sem búa hér í Dublin.
Það vill svo skemmtilega til að St. Patricks day er á morgun og ég ætla að leyfa þér að fylgjast með herlegheitunum í gegnum snapchat!
🍀🍀🍀🍀🍀🍀🍀🍀
St. Patricks dagurinn er haldinn hátíðlegur 17. mars hvert ár og er græni liturinn einkennandi fyrir hátíðina.
Að sjálfsögðu tek ég með mér græna flík en Írar leggja gríðarlega mikið upp úr því að allt sé eins grænt og mögulega hægt er á þessum degi hressleikans.
Meira að segja gosbrunnar sprauta grænu vatni þennan dag!
Upphaflega var þetta trúarhátíð en það hefur breyst aðeins yfir árin.
Það er yfirleitt mikið stuð og mikið glens á deginum sjálfum og svo er gleðinni haldið áfram yfir helgina. Með öðrum orðum þá er fólk frekar mikið að fá sér 🍻
Endilega addaðu pjattsnapp á Snapchat og fáðu St. Patrick’s day beint í æð! Ég lofa svakalegu stuði (og vonandi verð ég eins og maður).
Krabbastelpan Eva Rós er fædd árið 1989, á tvö börn og góðan mann. Eva er mikill áhugamaður um hverskyns gamanmál en einnig uppeldi, ferðalög, heilsu, líkamsrækt, vín, matreiðslu, veisluhöld, kokteilagerð og góða þjónustu. Mottó Evu í lífinu er einfalt: Hver er sinnar gæfu smiður