Sjónvarpsáhorfendur hafa eflaust tekið eftir sérlega sætri auglýsingu þar sem nokkrar stelpur spila á dósir og ukulele og syngja saman lag í morgunsárið.
Okkur lék forvitni á að vita hvort það væri hægt að hlusta meira á þessar dísir svo við höfðum samband við Thelmu Marín Jónsdóttur sem syngur í auglýsingunni og spurðum aðeins betur út í þetta.
Eruð þið með hljómsveit? Nei, ekki enn. Við vorum fengnar hver úr sinni áttinni til þess að koma saman og mynda tríóið og úr varð þessi brilljant útkoma.
Hvað kom til að þið spilið á dósir? Guðbjörg Tómasdóttir hjá Íslensku Auglýsingastofunni sem samdi lagið og textann og hannaði ásamt fleirum hugmyndina að auglýsingunni horfði til stelpnanna í Erato-tríóinu og bjó til eigin takt sem hún kenndi okkur. Það tók okkur reyndar dágóðan tíma að ná honum en á endanum rann þetta eins og vatn. Það er tryllt gaman þegar maður er búin að ná þessu.
[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=YrGAts4ceKM[/youtube]
Sit dáldið sólgin
hefur langað í allan dag
í það sem mig dreymdi
meðan ég svaf
mjúkt eins og sængin yfir mér
með því voru ávextir og ber
Og þegar Norður ég fer
þá vil ég fá mér búst með þér.
Ertu mikil skyr-kona? Ég get ekki sagt það en ef að ég borða skyr þá er það alltaf Kea-skyr og helst með vanillubragði!
Spilarðu á fleiri hljóðfæri? Já, ég glamra á píanó og tek stundum í gítar og úkúlele.
Er hægt að fara á tónleika með ykkur í sumar þar sem sungið um fleira en boozt? Védís, þessi fallega rauðhærða, er farin til Kína í nokkra mánuði þannig að það gæti orðið erfitt að koma þessu bandi saman í sumar en hver veit hvað það ber í skauti sér. Ég ætla að minnsta kosti að fylla sumarið mitt af tónlist svo mikið er víst!
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.