Ertu búin að vera leita í allt sumar að hugmyndaríkum tækjum og tólum fyrir drykkina þína ?
Kannski er lausnin fundin!
Gerðu dósina að flösku.
Bottle Top breytir gosdósinni þannig að hún fær flöskuhaus. Fín lausn ef við eigum það til að hella niður ölinu í ferðalaginu.
Rúllandi uppáhelling
Roll N Pour gæti verið sniðug lausn fyrir þá sem kaupa drykki í stórum umbúðum og eiga erfitt með að hella í glösin.
Flöskulás
Læðist stundum einhver í flöskuna þína ? Þá er sniðugt að kaupa sér lás á hana!
Galdraupptakarinn
Áttu erfitt með að opna sultukrukkur, dósir, plastflöskur eða glerflöskur ? Er þá galdraupptakarinn ekki algjörlega málið!
Melónukrani
Vantar þig tunnu undir kokteilinn í grillveisluna eða ávaxtasafann í bunchið, nú þá breytir þú bara melónunni í tunnu og festir á hana krana!
Flöskukíkir
Ertu á leið í fuglaskoðun og langar þig að fara með eitthvað til að hita kroppinn ? Afhverju ekki að setja ölið í kíkinn ?
Hjólaflöskuhaldari
Ferðu stundum út í búð og kaupir þér eitthvað að drekka áður en þú leggur af stað í hjólatúrinn og lendir svo í vandræðum með flöskuna ? Hjólaflöskustandurinn er kannski lausn fyrir þig.
Sítrónupressa
Þessi er nú svolítið falleg, enda hönnuð fyrir Rosendahl
Sigrún Þöll Þorsteinsdóttir (f.15 feb 1975 – d. 8 apríl 2014) bloggaði á Pjatt.is í rúmlega tvö ár.
Sigrún Þöll starfaði sem tölvunarfræðingur, var dellukona, tækjasjúk og fagurkeri af lífi og sál. Að eigin sögn fannst Sigrúnu gaman að hlaupa, hjóla, drekka kaffi, huga að heilsunni, prjóna, lesa, taka ljósmyndir, rækta garðinn sinn og fleira og fleira. Blessuð sé hennar minning. Sigrún verður ógleymanleg þeim sem kynntust þessari dásamlegu konu.