Spa+partý=Spartý… frábær hugmynd fyrir stelpur sem vilja halda partý.
Veisluþjónustan tilefni.is skipulagði eitt slíkt dömupartý á dögunum fyrir 14 hressar vinkonur en tilefnið var að fagna 40 ára afmæli einnar skutlunnar og sló dekurveislan algerlega í gegn.
Klukkan er 19:00 á laugardagskvöldi. Stelpurnar eru mættar tímanlega og fullar eftirvæntingar í heimahús á höfuðborgarsvæðinu.
Á boðskortinu stóð “boð í Spartý,” mæta ófarðaðar með sundföt (nuddpottur úti í garði) og inniskó.
Þær voru svo sannarlega í góða skapinu og fullar tilhlökkunar því á dagskrá kvöldsins var einföld; hittast, hafa gaman, borða góðar veitingar og láta dekra við sig.
Þegar komið var á staðinn var vel tekið á móti þeim með kampavínsglasi og þú fékkst kort með tímaáætlun fyrir dekur fyrir hverja og eina.
Fjórir snyrtifræðingar og tvær nuddkonur biðu klárar til að veita fótsnyrtingu 30 mín, handsnyrtingu 30 mín og nudd 30 mínútur.
Svo var auðvitað dásamlegur matur & vín og prófaður Chanel kornaskrúbbur & Chanel maski 20 mínútur, –mmm… algerlega brilljant og ekki hægt að neita sér um slíkan munað. Á milli dekuratriða var sest inn í stofu í meiri glaum & gleði, meira vín, sushi og troðið í sig dessertum.
Afmælis Spartý-ið var alger snilld! Eftir dekrið var hækkað í græjunum dansað, hlegið og fengið sér örlítið meira í tána -en síðustu gestirnir skriðu heim rétt við dagsbirtu.
Kvöldið var yndislegur tími með stelpunum öðruvísi afmælisveisla sem sannarlega sló í gegn.
Mæli með þessu!
Matseðill
- Sushi – sashimi
- Thailneskt núðlusalat í boxi
Vín
- Veuve Clicquot Rose Champagne
- Oroya vín (frábært með sushi – sashimi)
Eftirréttir
- Pot au Chocolate
- Cremé Bruleé
- Hvít súkkulaðimús m/ brownies botni, berjum
- Sítrónufrauð
Eins og í öllum góðum afmælum voru stelpurnar úr Spartý leystar út með heimagerðu konfekti & dekurpakka.
Ef þig vantar að láta skipuleggja partý, veislu, brúðkaup eða stílisera heimilið. Auður og Guðbjörg hjá tilefni.is í gsm: 862 2872Díana Bjarnadóttir útlitsráðgjafi og stílisti hefur margra ára reynslu við að aðstoða fólk með fataval. Hún starfaði meðal annars á Ítalíu og í London þar sem hún var stílisti stjarnanna hjá Giorgio Armani og Gucci.
Hefur einnig verið búsett í svíþjóð, Hollandi og á Selfossi en býr nú í Reykjavik. Díana er einnig með menntun í förðunarfræði. Greinar og ljósmyndir Díönu hafa m.a. verið birtar í tímaritunum Veggfóður, Ský og Smáralindarblaðinu. Díana er fædd 1. maí og er því naut.