Ert þú stundum að kaupa þér kókosvatn og lenda í því að það skemmist inn í ísskáp ?
Ef svo er, þá eru klakapokar málið!
Taktu kókosvatnið og helltu því í klakapoka! Svo á morgnana þegar þú gerir þér búst, taktu þá 1-2 mola og hentu í mixarann en kókosvatnið er einstaklega næringaríkur drykkur og góð bragðbót í bústið.
Þú getur reyndar einnig gert þetta við rjómann, en í staðinn fyrir að setja 1-2 mola út í heilsudrykkinn á morgnana þá getur þú sett þá út í sósuna með kvöldmatnum! *mmmmm*
Sigrún Þöll Þorsteinsdóttir (f.15 feb 1975 – d. 8 apríl 2014) bloggaði á Pjatt.is í rúmlega tvö ár.
Sigrún Þöll starfaði sem tölvunarfræðingur, var dellukona, tækjasjúk og fagurkeri af lífi og sál. Að eigin sögn fannst Sigrúnu gaman að hlaupa, hjóla, drekka kaffi, huga að heilsunni, prjóna, lesa, taka ljósmyndir, rækta garðinn sinn og fleira og fleira. Blessuð sé hennar minning. Sigrún verður ógleymanleg þeim sem kynntust þessari dásamlegu konu.