Mér finnst fajitas pönnukökur ofboðslega góðar og nota þær oft t.d. þegar mig langar í skyndibita, en tími því ekki alveg.
Ég geri hefðbundnar vefjur úr þeim og svo finnst mér alveg meiriháttar að gera pizzur úr þeim. Það tekur svo stuttan tíma að skella pizzusósu á þær, ost, grænmeti, kjöt og rjómaost og henda svo inn í ofn í svona 15 mín! En…. Ég borða ekki sex fajitas pizzur í einu! og oftar en einu sinni gerist það að þær harðna og eyðileggjast hjá mér eða þær mygla! Ég hef meira segja lent í því að þær mygli óopnaðar inn í skáp!
En veistu hvað ég geri ?
Ég frysti þær!
Já! Ég kem heim úr búðinni með pakkningu af fahitas pönnsum, hendi honum heilum inn í frystinn og tek svo út pönnsur eftir þörfum! Ef ég er að gera pizzu úr þeim, þá þarf ekkert að þýðar þær en ef ég ætla að gera vefju, þá hendi ég þeim bara inn í örbylgjuna í smá stund!
Brillianto!
Sigrún Þöll Þorsteinsdóttir (f.15 feb 1975 – d. 8 apríl 2014) bloggaði á Pjatt.is í rúmlega tvö ár.
Sigrún Þöll starfaði sem tölvunarfræðingur, var dellukona, tækjasjúk og fagurkeri af lífi og sál. Að eigin sögn fannst Sigrúnu gaman að hlaupa, hjóla, drekka kaffi, huga að heilsunni, prjóna, lesa, taka ljósmyndir, rækta garðinn sinn og fleira og fleira. Blessuð sé hennar minning. Sigrún verður ógleymanleg þeim sem kynntust þessari dásamlegu konu.