Við elskum flest að borða góðan mat. Sum kannski aðeins meira en önnur en líklegast er óhætta að fullyrða að langflestum finnist nú mjög gott að borða.
Og okkur finnst gaman að handleika góð hráefni, blanda þeim saman, dreypa á góðum vínum og halda endalaust skemmtileg matarboð. Hugsuðir og rithöfundar heimsins eru með okkur þarna og flest hafa þau látið fleyg orð af vörum falla um matinn sem ku vera mannsins megin.
Hér eru nokkur gullkorn
Hungrið er sterkasta krydd jarðarinnar.
Sókrates
Í matarboðum skyldu menn borða viturlega, en ekki of mikið, og tala mikið, en ekki of vitursamlega.
William Sommerset Maugham
Eftir góðan málsverð getur maður fyrirgefið hverjum sem er, jafnvel ættingjum sínum.
Oscar Wilde
Það er slæmur kokkur sem ekki getur sleikt sína eigin fingur.
William Shakespeare
Þótt sveitamúsin væri feimin að eðlisfari opnaði hún hjarta sitt og hirslur fyrir gömlum vini. Það var engin sú tunna sem hún ekki veitti aðgang að – baunir og korn, ostur, hnetur og skófir – til að geðjast borgarmúsinni.
Úr dæmisögum Espós
Ekkert jafnast á við fyrsta kaffibolla morgunsins. Honum fylgir fögnuður sem eftirmiðdagskaffi getur aldrei fært þeim sem drekkur það.
Sir Oliver Holmes
Maður getur hvorki hugsað skynsamlega, elskað af alhug né sofið vel hafi maður ekki fengið góðan kvöldverð.
Virginia Woolf
Forrétturinn hefur alltaf haft sérstaka merkingu í mínum huga. Hann minnir mig á barnæsku mína þegar maður velti því fyrir sér hvaða réttur kæmi næst og hvernig hann myndi bragðast. Það sem eftir var máltíðarinnar eyddi maður í að sjá eftir að hafa ekki borðað meira af forréttinum.
Saki (H.H. Munro)
Aðeins leiðinlegt fólk er skemmtilegt við morgunverðarborðið.
Oscar Wilde
Hrund Hauksdóttir er blaðamaður, hljóðbókalesari, nautnaseggur og pjattrófa. Hún stundaði háskólanám í fjölmiðlun í Bandaríkjunum og félagsfræði við HÍ. Hrund ritstýrði Vikunni frá 2000-2002 og var eins konar partípenni sunndagsútgáfu Morgunblaðsins 2006-2009, þar sem hún skrifaði undir heitinu Flugan en undanfarin 6 ár hefur Hrund skrifað kynningarefni fyrir Frjálsa Verslun.
Nýjasta Pjattrófan er miðbæjarmaddama sem les bækur af ástríðu, stundum nokkrar í einu, enda er hún í tvíburamerkinu og skiptir hratt og auðveldlega um skoðun.