Sterk tengsl myndast oft milli ljósmyndara og þeirra sem þær/þeir eru að mynda reglulega. Sú var raunin með LIFE ljósmyndarann Alfred Eisenstaedt og hina seiðandi ítölsku kvikmyndastjörnu Sophia Loren.
Þau voru vinir í áratugi og Eisenstaedt tók endalaust af myndum af óskarsverðlaunaleikonunni.
Flestar af þessum myndum voru aldrei birtar í LIFE tímaritinu og margar voru alls ekki teknar með það í huga að birta þær.
“Eisie tók þúsundir mynda af mér” sagði Loren í viðtali vð LIFE.com
Í dag er þessi ofur fallega kona orðin 79 ára. En hún er fædd 20.september 1934 og hélt upp á daginn í fyrradag.
Sumarið 1964 heimsótti Eisenstaedt Loren og eiginmann hennar Carlo Ponti í villu þeirra sem er með hvoki fleiri né færri 50 herbergi. Í þessari heimsókn tók Eisenstaedt ótal myndir af Loren og sumar þeirra má sjá hér fyrir neðan.
Villan er í Marino á Ítalíu en húsið var svo selt þegar Ponti lést árið 2007.
Fyrsta enskumælandi kvikmynd sem Sophia lék í var Drengurinn á höfrungnum (1957).
Hún fékk óskarsverðlaun fyrir leik sinn í kvikmynd De Sica Tvær konur (La ciociara-1960) og tilnefningu fyrir Hjónaband að ítölskum hætti (Matrimonio all’Italiana-1964) eftir sama leikstjóra, þar sem hún lék á móti Mastroianni.
Þegar Loren var spurð hvort henni leiddist ekkert þessi frægð þá svaraði hún ” Ertu að grínast, mér finnst þetta æðislegt. Aðdáendur brosa til mín eins og ég sé partur af þeirra fjölskyldu.
Að mínu mati er Sophia Loren ein fallegasta kona í heimi.
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.