Arngunnur Ægisdóttir er konan á bakvið SoonE fylgihlutina. Hún hefur verið viðloðandi tiskubransann frá unga aldri en Arngunnur starfaði sem fyrirsæta um árabil og kláraði svo hönnunarnám í Kaupmannahöfn…
…eftir það vann hún sem verslunarstjóri í All Saints í London og svo seinna í Browns.
Þegar hún átti dóttur sína fyrir tæpum tveim árum hafði hún svo loks tíma til að sinna list sinni og fyrstu fylgihluta-línuna sína gerði hún í fæðingarorlofinu.
Hönnuðurinn sækir innblástur í náttúruna, list og vintage fatnað en hún nýtir gömul efni og allt sem henni dettur í hug; hálsmen, brúðarslör og efni úr íslenskri náttúru -eins og steina og fiskiroð- til að búa til falleg hárbönd, töskur og hálsskraut.
Arngunnur leggur mikið í hvern hlut og gerir allt í höndunum svo enginn hlutur er eins. Núna fyrir jólin má panta hjá henni flott hárbönd, bæði fyrir börn og fullorðna. Það er falleg og persónuleg jólagjöf á 3000 kr!
Þú getur skoðað og pantað á Facebook síðu SoonE og með maili á arngunnur@hotmail.com
Vala vinnur hjá 66 Norður, er menntaður innkaupastjóri og faglegur ráðgjafi hönnuða í öllu sem snýr að viðskiptum og markaðssetningu. Hún er krabbi, fædd árið 1979 og montin mamma tveggja stráka. Býr í 101.