„Ef maður myndi tala við vinkonur sínar eins og við sjálfa sig þá ætti maður enga vini,” segir íslensk menntaskóladama í þessu myndbandi og hefur hárrétt fyrir sér.
Það er alveg með ólíkindum hvað við konur getum talað okkur niður og skammast yfir eigin útliti og líkama. Þetta er svo ýkt að tvær þriðju af íslenskum konum á aldrinum 18-25 ára segja að áhyggjur af líkamsvexti og útliti hafi mikil áhrif á sjálfstraust þeirra. Við verðum að snúa þessu við! Svona á þetta ekki að vera.
Námskeið fyrir menntaskólastelpur í að sættast við líkamann og sjálfsmyndina
Breska fyrirtækið Dove hefur í rúm tíu ár sett hluta af markaðsfé sínu í að byggja upp og styrkja við sjálfsmyndir kvenna á öllum aldri. Það má segja að þetta sé eitt fyrsta fyrirtæki heims til sem fagnar fjölbreytileikanum með þessum hætti. Dove hefur líka staðið fyrir námskeiðum sem kallast The Body Project og er þeim beint að stelpum á menntaskólaaldri. Hjá Dove á Íslandi renna 8 krónur af hverri seldri vöru í sjóðinn og þegar hafa verið haldin nokkur námskeið undir nafninu Sönn Fegurð.
Í þessu frábæra myndbandi spjalla nokkrar flottar íslenskar menntaskólastelpur um hvað þær fengu út úr námskeiðinu. Þær segja meðal annars tíma til kominn að setja hnefann í borðið og segja stopp við þessum ósanngjörnu kröfum sem konur setja á sig sjálfar. Við erum sammála.
Því eins og ein þeirra segir: „Það er mjög frelsandi tilfinning að sættast við sjálfan sig.”
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.