Þá er það loksins orðið staðfest að söngleikur byggður á lögum kryddpíanna er orðinn að veruleika.
Kryddpíurnar sameinuðust á blaðamannafund á London’s St. Pancras Hotel til þess að tilkynna þetta en það var einmitt á því hóteli sem fyrsta myndbandið við lagið þeirra “Wannabe” var tekið upp og kom sá smellur þeim rækilega á kortið í poppheiminum enda engin stúlknahljómsveit sem hefur náð jafn góðum árangri á tónlistarsviðinu. Plötur þeirra hafa til þessa selst í um 75 milljónum eintaka um heim allan.
Söngleikurinn verður sýndur í London’s Piccadilly Theatre. Framleiðandinn er Judy Craymer en hún hefur meðal annars framleitt Mamma Mia söngleikinn sem sló rækilega í gegn. Jennifer Saunders, sem íslendingar kannast við úr gamanþáttunum Absolutely Fabulous, er einnig meðframleiðandi.
Það verður án efa spennandi að sjá þennan söngleik en frumsýning Viva Forever verður 11. desember ef allt gengur eftir.
Hér að neðan er viðtal sem var tekið við stöllurnar í tilefni dagsins.
[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=DoY5uDZSykU[/youtube]
Rannveig er útskrifuð sem hársnyrtir en leggur nú stund á nám í fjölmiðlafræði. Henni finnst fátt skemmtilegta en að stunda margskonar líkamsrækt og er ekki hrædd við það að prófa nýjungar í þeim efnum, Rannveig er þessi týpíska meyja sem verður að hafa allt tip top, ofur pjöttuð að mati margra en lætur sér fátt um það finnast. Hún á tvo stráka og er harðgift.
Fylgdu Rannveigu á Instagram rannveigjonina og á Twitter @MissisRannveig