Íris Lóa er ung og efnileg söngkona sem hefur verið að gera góða hluti í tónlistinni upp á síðkastið.
Íris Lóa stundar nám við flensborgarskólann í Hafnarfirði og stefnir á að útskrifast í vor.
Upp á síðkastið hefur Íris einbeitt sér mikið að tónlistinni og nýverið gaf hún sitt þriðja lag við góðar undirtektir.
Helstu áhugamál Írisar eru tónlist, ferðalög og að vera með fjölskyldu og vinum. Íris er hvergi nærri hætt þegar kemur að tónlistinni og er hún meðal annars með myndband og nýtt lag í vinnslu.
Ég fékk að kíkja aðeins í snyrtibudduna þessari ofur skvísu:
Hvaða 5 förðunar/snyrtivörur eru í uppáhaldi hjá þér í augnablikinu ?
Þær vörur sem eru í miklu uppáhaldi hjá mér þessa stundina eru MAC face and body meikið mitt, en meikið má nota bæði á andlit og líkama.
Ég nota Sephora mattifying compact foundation til að skyggja andlitið
Uppáhalds aungskuggapallettan mín er frá Too faced (Too faced boudoir eyes soft & sexy eye shadow collection). Litirnir samanstanda af ljósum, gráum og fjólubláum tónum.
Diva varaliturinn minn frá MAC er einnig í sérsöku uppáhaldi og varalita primerinn þeirra líka.
Hvert er uppáhalds kremið þitt?
Ég nota oftast kremin frá Blue lagoon, mér finnst þau æðisleg.
Hvert er uppáhalds meikið ?
Uppáhalds meikin mín eru frá MAC. Ég nota bæði face and body meikið og mineralize meikið frá þeim.
Hvað notar þú til að hreinsa húðina?
Ég nota oftast hreinsiklúta til að taka farðann af húðinni.
Áttu þér uppáhalds merki?
Ég á mér ekkert eitt uppáhaldsmerki, en ég versla mikið í MAC, og svo eru fullt af merkjum í Sephora sem ég kaupi mér oft þar
Hvers konar förðun ertu hrifnust af?
Ég er rosalega hrifin af fallegri smoky förðun, þar sem áhersla er lögð á augun. Ég er líka mjög hrifin af einfaldri augnförðun eins og eyeliner og fallegum áberandi varalitum á móti.
Hér getiði hlustað á nýja lagið hennar, Hunting game:
[youtube]https://www.youtube.com/watch?v=L5YPUbXiOwc[/youtube]
Annika Vignisdóttir er förðunarfræðingur og nemi í MSc markaðsfræði í HR. Hún, sem er fædd í meyjarmerkinu, elskar gjörsamlega allt sem tengist förðun, húðumhirðu og snyrtivörum en hefur einnig mjög gaman af dansi, tísku, hreyfingu og fólki með svartan húmor. Annika lifir samkvæmt þeirri hugmyndafræði að gera sem mest af því sem er skemmtilegt. Ef þú hefur fyrirspurnir varðandi förðun eða samstarf er þér velkomið að hafa samband við hana í gegnum mail: annikavignis@gmail.com