Það var einstaklega skemmtilegt að sjá Barða Jóhannsson stíga á svið með nýju hljómsveitinni sinni Starwalker á Sónar hátíðinni á föstudagskvöldið.
Ég er gamall Bang Gang aðdáðandi og hef reynt að fylgjast með honum Barða í gegnum tíðina. Hann er svo skemmtilega spes týpa en dularfullur á sama tíma.
Barði og JB Dunckel annar forsprakka hljómsveitarinnar Air stofnuðu saman hljómsveitina Starwalker. Mikil dulúð hefur verið í kringum þessa hljómsveit sem var stofnuð á síðasta ári en Barði hefur dvalið mikið í Frakklandi undanfarin misseri og ekki leiðinlegt að hann og JB Dunckel skuli slá saman strengi.
Flutningurinn hjá hljómsveitinni Starwalker var frábær. Þau voru að koma fram í fyrsta sinn live á þessari flottu Sónar hátíð. Þetta byrjaði rólega og fallega, ég fann vel fyrir Air-fílingnum í bland við Barða. Það var gaman að sjá konu á trommunum og aðra konu á bassa. Þetta er fjölbreytt og stór grúppa sem spilaði saman og útkoman var emo, popp, elektró, draumkend og rokkuð á sama tíma. Lokalagið hjá þeim var truflað og má segja að þau hafi endað þatta með stóru BANG!.
Hér má sjá tónlistarmyndbandið fyrir lagið Bad Weather með hljómsveitinni Starwalker.
[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=QP3zjW4uJOI[/youtube]Anna Brá Bjarnadóttir er fædd á því herrans ári 1986, sama ár og Gleðibankinn hóf raust sína í júró, sem er mögnuð tilviljun þar sem stúlkan er sjálf vel stæður Gleðibanki! Anna starfar sem skemmtanastjóri og dj á Loftinu og Lebowski Bar en er á sama tíma algjör græju gúrú og fíkill. Anna er útskrifuð af tæknibraut Kvikmyndaskóla Íslands og hefur m.a. starfað við fjölda auglýsinga og sjónvarpsþátta. Hún býr við Norðurmýrina með hundinum Tinna og kærastanum og kokkinum Jónasi.