Nú stendur yfir tónlistarhátíðin Sónar Reykjavík 2014 í Hörpunni, Sónar er alþjóðatónlistarhátíð sem leggur megin áherslu á raftónlist.
Þessi hátíð hefur verið haldin áður hér á landi árið 2013 og fékk frábærar viðtökur en Sónar trekkir að ferðamenn sem eiga það allir sameiginleg að vera raftónlistarunnendur og tónlistarunnendur yfir höfuð.
Það er ekki hægt að segja annað en að stemmningin í tónlistarhúsinu um þessar mundir sé hreint út sagt rafmögnuð.
Ég skellti mér á Ryuichi Sakamoto og Taylor Deupree í gærkvöldi og ætla að segja ykkur kæru lesendur aðeins frá þeirri upplifun.
Uppbyggingin á þessum performans var frábær og hálf dáleiðandi.
Taylor Deupree og Ryuichi Sakamoto eru tveir mikilvægustu hljóðtilrauna frumkvöðlar samtímans, leiðir þeirra leiddust nýlega saman og þeir gáfu út plötu sem heitir “Disappearance” og kom út á síðasta ári.
Ég veit ekki alveg hvernig það er hægt að útskýra eða segja frá þessari svokölluðu tónlistarupplifun sem ég upplifði í Silfurbergi í Hörpunni þetta kvöld, þetta er eiginlega “you had to be there” dæmi. Ég ætla samt sem áður að reyna koma þessu sem best frá mér.
Ég skottast inn í salinn sem er búið að lýsa mjög skemmtilega með bláum kösturum og á veggnum bakvið sviðið er varpað fallegu videoverki.
Tónleikarnir byrjuðu og allir í salnum þagna, hljóðin sem heyrast frá sviðinu eru skringilega falleg og fíngerð. Ég tek sérstaklega efir því að Sakomoto sem er að “spila” á píanó er með aðra höndina ofan í píanóinu að eiga við strengina og með hina höndina á sjálfum píanó lyklunum. Þetta er eitthvað sem ég hef aldrei séð áður og það er ótrúlegt að fylgjast með þessu. Það var búið að koma fyrir míkrafónum næstum því ofan í píanóinu sem gerði það að verkum að allir í salnum heyrðu hvert einasta plokk á hvern streng.
Ég spottaði eina dömu mjög snemma að hugleiða í miðri þvögunni og fannst æðislegt að sjá það.
Það kom einstaklega sérstakur hljómur frá píanóinu þegar hann spilaði á það með þessum hætti. Á sama tíma var Deupree að spila allskonar syntha á mixernum sínum sem hljómuðu til að byrja með sem hálfgerð hátíðnihljóð í bland við einhverskonar low frequency bassa. Svo fannst mér einnig koma fyrir að ég heyrði í hálfgerðum bjöllum eða einhverju sem var að klingja saman, á einum tímapunkti var eins og væri verið að hrista stálgrind saman við aðra stálgrind.
Uppbyggingin á þessum performans var frábær og hálf dáleiðandi. Þegar leið á hljóðverkið tók ég eftir því að margir í salnum höfðu sest niður á gólfið svo voru líka þó nokkrir sem lögðust niður á gólfið. Ég spottaði eina dömu mjög snemma að hugleiða í miðri þvögunni og fannst æðislegt að sjá það. Sakamoto og Deupree spiluðu í klukkutíma án þess að stoppa og á þessum kukkutíma bættust við allskonar hljóðfæri hjá Sakomoto og hljóð frá Deupree.
Þessi upplifun var frábær í alla staði og ólýsanleg tilfinning sem maður getur upplifað við það eitt að heyra ákveðna hljóma og hljóð. Hlakka til að fara á fleiri viðburði á þessari frábæru hátíð! Stay tuned 🙂
Anna Brá Bjarnadóttir er fædd á því herrans ári 1986, sama ár og Gleðibankinn hóf raust sína í júró, sem er mögnuð tilviljun þar sem stúlkan er sjálf vel stæður Gleðibanki! Anna starfar sem skemmtanastjóri og dj á Loftinu og Lebowski Bar en er á sama tíma algjör græju gúrú og fíkill. Anna er útskrifuð af tæknibraut Kvikmyndaskóla Íslands og hefur m.a. starfað við fjölda auglýsinga og sjónvarpsþátta. Hún býr við Norðurmýrina með hundinum Tinna og kærastanum og kokkinum Jónasi.