Ég er mikill aðdáðandi Major Lazer, hef hlustað mikið á lögin hans og hef mjög gaman af hans stíl þegar kemur að tónlistargerð og remix-um.
Ég var alveg rosalega kát með að hann væri á leiðinni hingað til Íslands á Sónar hátíðina og ennþá kátari að fá að fjalla um hann og taka fullt af myndum af honum og Diplo fyrir Pjattið (eins og við köllum okkar frábæra vef).
Það gerist sjaldan að ég verði “starstruck” en ég er ekki frá því að ég hafi orðið smá struck’d að vera svona rosalega nálægt manninum, ekki bara Major Lazer heldur líka Dj Diplo sem var með honum á sviðinu, – og að hann hafi litið á mig með myndavélina mína og brosað.
Diplo er stór hluti af Major Lazer genginu. Diplo vann áður mikið með Switch en samstarfi þeirra lauk 2011. Undanfarin ár hafa vinsældir Major Lazer stækkað ört og þeir unnið með þó nokkrum tónlistarmönnum sem vert er að þekkja. Þeir remix-a einnig mikið af eldri lögum og spila allt frá Reggae, dancehall, techno, elektró, hiphop og popp.
Sviðsframkoma þeirra var rosaleg. Þeir byrjuðu á að kasta flautum út í fjöldann og fengu salinn til að flauta með sér, svo fengu þeir fólk úr að ofan og stelpur upp á svið að dansa. Diplo skellti sér inn í “Human Bubble” og hljóp yfir áhorfendur eða crowd surfaði í plastkúlunni.
Þeir lögðu mikið í að tala við áhorfendur og peppa alla upp í að dansa tryllt og hoppa upp og niður af lífi og sál. Við erum alveg að tala um að gólfið í Hörpunni dúaði. Það nötraði allt þegar salurinn trylltist. Svo skaut Diplo reglulega úr risa confetti-byssu sem dreif næstum yfir allann salinn.
Þegar leið á showið mætti “Major Lazer” fígúran á svið og dansaði og í lokin voru þeir einnig með reykbyssur og spreyjuðu reyk út í sal. Þetta var rosalegt prógramm hjá þeim og í alla staði skemmtilegt, frumlegt og flott.
Diplo gekk reglulega um sviðið með fána sem stóð á “Free The Universe” eða “Major Lazer“
Hér má sjá Diplo í “the Bubble”.
Confetti ræmur yfir fjöldann 🙂
Reykbyssan svakalega.
Ég get auðveldlega sagt að þeirra sviðsframkoma og flutningur var trylltasta showið sem ég sá þessari tónlistarhátíð.
Hér má hlusta á lagið “Get free” með Major Lazer og Amber úr “The Dirty Projectors”.
[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=OI3shBXlqsw[/youtube]
Anna Brá Bjarnadóttir er fædd á því herrans ári 1986, sama ár og Gleðibankinn hóf raust sína í júró, sem er mögnuð tilviljun þar sem stúlkan er sjálf vel stæður Gleðibanki! Anna starfar sem skemmtanastjóri og dj á Loftinu og Lebowski Bar en er á sama tíma algjör græju gúrú og fíkill. Anna er útskrifuð af tæknibraut Kvikmyndaskóla Íslands og hefur m.a. starfað við fjölda auglýsinga og sjónvarpsþátta. Hún býr við Norðurmýrina með hundinum Tinna og kærastanum og kokkinum Jónasi.