Bonobo kom mér þvílíkt á óvart á Sónar um síðustu helgi, ég þekkti ekkert til þeirrra áður en ég gekk inn í Norðurljósasalinn í Hörpunni sem var við það að fyllast.
Salurinn tryllist við það að einn maður stígur á svið og bakvið hann er varpað á vegginn BONOBO með stórum stöfum og ljósadýrð.
Simon Green A.K.A Bonobo hefur verið í tónlistarbransanum í yfir 10 ár. Hann er plötusnúður, pródúsent og flytjandi.
Kappinn hefur gefið út fjöldan allan af plötum undir nafninu Bonobo og er er afar virtur í elektróníska tónlistarbransanum, hefur haft áhrif á marga tónlistarmenn og átt stóran þátt í mótun listamanna á borð við Gold Panda og Shigeto. Bonobo mætti með hljómsveit á Sónar sem samanstóð af söngkonu, hljómborði, trommara, bassa, syntha, gítar, saxafón og svokallaðan string section. Simon spilar aðallega á bassa og leiðir hljómsveitina frá miðju.
Hann er svona týpa sem má segja að er “it’s all in the details”.
Tónlistin sem ég fékk að heyra hjá honum Bonobo í Hörpunni á föstudagskvöldið var heint út sagt geggjuð. Ég get alveg sagt það að Bonobo er nýtt uppáhald hjá mér, ég er klárlega að fara fylgjast grimmt með hvað er á döfinni hjá honum.
Stíllinn hans er samblanda af klassík og flottum elektrónískum töktum og synthum. Í sumum lögunum er sungið en í þeim steig á svið mjög myndaleg kona og söng rosalega fallega yfir lögin. Bonobo er með saxafónspilara á sviðinu sem mér persónulega finnst æðislegt (ég dýrka saxafóninn) og það var einstaklega gaman að sjá hversu fjölbreyttur hópur af fólki var í salnum.
Þarna var allur aldur kominn saman að skemmta sér konunglega og njóta þess að heyra frábæra tónlist og dansa.
Ást og friður einkenndi þessa hátíðí alla staði! Hjartans þakkir fyrir mig SÓNAR!
Hér fyrir neðan má hlusta á Bonobo lagið “Silver”
[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=uczQRNRGTi4[/youtube]Og lagið “Stay the same”
[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=46Du_d7ponE[/youtube]
Anna Brá Bjarnadóttir er fædd á því herrans ári 1986, sama ár og Gleðibankinn hóf raust sína í júró, sem er mögnuð tilviljun þar sem stúlkan er sjálf vel stæður Gleðibanki! Anna starfar sem skemmtanastjóri og dj á Loftinu og Lebowski Bar en er á sama tíma algjör græju gúrú og fíkill. Anna er útskrifuð af tæknibraut Kvikmyndaskóla Íslands og hefur m.a. starfað við fjölda auglýsinga og sjónvarpsþátta. Hún býr við Norðurmýrina með hundinum Tinna og kærastanum og kokkinum Jónasi.