Sólveig Guðmundsdóttir (39) stofnaði veitingastaðinn Culiacan á Suðurlandsbraut fyrir 11 árum en þá var hún nýkominn úr námi frá Bandaríkjunum.
Hún vildi reka veitingastað sem byði upp góðan og girnilegan mat sem fólk gæti notið í botn án þess að fá samviskubit. Sjálf er hún mikil áhugakona um mataræði og heilsurækt, er dugleg að æfa og hreyfa sig og passar upp á að maturinn sem hún borðar sé hollur og góður.
Við fengum að spyrja hana aðeins út í heilsuna, og fengum uppskrift að hinu fullkomna guacamole!
Hvað gerir þú helst til að halda góðri heilsu?
Borða 80% hollt og hreyfi mig reglulega.
Hvað hreyfirðu þig oft í viku og hvernig?
5 sinnum í viku. Lyfti, skokka og CrossFit til skiptis.
Hverju finnst þér auðvelt að sleppa og hvað gætirðu aldrei gefið upp á bátinn?
Mér finnst auðvelt að sleppa bakkelsi og ís en gæti aldrei lifað hamingjusömu lífi án súkkulaði.
Hvað færðu þér í morgunmat?
Hafragraut með eplum og banönum yfirleitt.
En á milli mála?
Próteinbar, egg, tamari möndlur eða skinku&ost rúllað saman.
Geturðu gefið okkur eina góða og einfalda uppskrift að einhverju heilsusamlegu?
Er ekki við hæfi að ég gefi uppskrift að besta guacamole í heimi?
2 Avocado (mátulega þroskuð)
½ laukur saxaður
1 chili, helst rautt, saxað
ferskt coriander , saxað
limesafi, salt og pipar eftir smekk.
Avocado stappað og allt hitt hrært út í. Dásamlegt meðlæti með öllum mat.
Skiptir máli að vera töff í ræktinni?
Það skiptir auðvitað engu máli til að ná árangri. Maður gæti alveg æft allsber og náð sama árangri. Mér finnst samt skemmtilegra að æfa í góðum æfingafötum og þar er Nike í uppáhaldi.
Nefndu eina konu eða karl sem þér finnst hreint afbragð þegar kemur að heilsusamlegum lífsstíl.
Alexandra Sif, Katrín Eva, Telma Matt. og María Krista eru allar góðar fyrirmyndir og eiga það sameiginlegt að hafa búið til sérstaka rétti með okkur á Culiacan.
Hvort ertu meira fyrir lífrænan lífsstíl eða prótein og lyftingar?
Ég er meira fyrir próteinríkan, hreinan mat og lyftingar. Lífrænt er hið besta mál ef maður hefur efni á því fyrir alla fjölskylduna. Ég vona að lífrænu vörurnar fari að færast nær hinum í verði.
Ertu með einhver ný markmið þegar kemur að heilsunni?
Hætta í megrun og vera FIT.
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.