Ég kom í boð um daginn þar sem gestirnir minntu mig helst á úrvalið í Tösku -og hanskabúðinni.
Sólbaðsfíknin hafði augljóslega yfirtekið mannskapinn og fyrir vikið varð fólkið svona létt upphleypt og mismunandi rauðbrúnt og yfir í appelsínugult. Eins og leðurhanskar og leðurtöskur.
Ég get ekki sagt að mér þyki það prýða andlit mikið þegar þau verða svona yfirgengilega brún af sólböðum. Það sést nefninlega hversu illa húðinni líkar að láta steikja sig í sól. Hún bregst við með því að fara í vörn en það er þetta sem við köllum brúnku (eftir að hún hættir að vera rauð).
Vissulega er samt allt í lagi að fá á sig smávegis sól en fólk þarf þó að kunna sér hófs í þessu sem öðru.
Þú verður ekki “meira falleg” við það að verða “meira brún”. Mátulegt er málið og það má líka ná sér tan með allskonar frábærum kremum. Þá er fórnarkostnaðurinn enginn. Ekki fleiri hrukkur og engin áhætta á að fá sortuæxli.
Fyrir neðan má sjá mynd af konu sem kann sér ekki hófs í sólböðunum enda er húðin orðin undarlega þykk og hrukkótt. T.d. á kviðnum.
Og núna þegar sólin kyssir okkur hér á klakanum nánast upp á dag er um að gera að vera ekki eins og Palli þegar hann hékk einn í heiminum í sælgætisbúðinni -Sólbaða yfir okkur þar til við verðum eins og þessi kaka hér á myndinni.
Ég er af X-kynslóð, elska 70’s tónlist, finnst gott að fara í sund á kvöldin og á erfitt með arfa i görðum. Kýs fjölbreyti í lífið. Kann eina Eminem plötu utanað. Hef thing fyrir Marilyn Monroe, áhuga á feminisma og svona sitthvað fleira.