Pjattrófurnar fengu fyrirspurn sem hljóðaði svona:
Heyrðu ég er með spurningu, varðar ekki Lindsay Lohan reyndar..
En ég var að spá með sólarvarnir.. ég á eina túbu sem ég keypti síðasta sumar og var að pæla hvort það sé save að nota hana núna? hvenær rennur svona dót út? þetta er vörn nr. 8 frá nivea og það stendur ekkert utaná um það hvenær þetta rennur út..
vonandi getur einhver hjálpað mér annars takk fyrir trylltan vef!
…og þetta er svarið:
Yfirleitt er dagsetning á brúsanum sem segir hvenær varan rennur út en ef þú finnur hana hvergi þá má reikna með að sólarvörn dugi í sirka þrjú ár.
Þegar þú ert ekki að nota hana, til dæmis yfir veturinn, þá skaltu geyma þetta einhversstaðar í stofuhita, helst í dimmum og lokuðum umbúðum. Oft er gott að setja sólarvarnir og annað sem maður notar sjaldan eða er að geyma, í fataskápinn, því þar er dimmt, rakalaust og eðlilegt hitastig.
Vörn nr. 8 gerir ekki mikið fyrir húðina. Varnirnar ættu alltaf að vera lágmark 15 og meira á andlitið. Húðin litast samt sem áður en þú kemur bara frekar í veg fyrir sortuæxli og hrukkur. Við Pjattrófurnar erum ekki mikið fyrir svoleiðis þó sólin sé samt alltaf æðisleg!
Ég er af X-kynslóð, elska 70’s tónlist, finnst gott að fara í sund á kvöldin og á erfitt með arfa i görðum. Kýs fjölbreyti í lífið. Kann eina Eminem plötu utanað. Hef thing fyrir Marilyn Monroe, áhuga á feminisma og svona sitthvað fleira.