Sigrún Þöll Þorsteinsdóttir er með mest hvetjandi og gefandi konum sem við höfum kynnst. Hún hefur um árabil bloggað á síðunni Barbietec.is en í rúmt ár skrifaði hún hér með okkur á Pjattið.
Í mars í fyrra greindist elsku Sigrún með mjög alvarlegt krabbamein í beinum og heila og nú er það krabbamein á fjórða stigi. Hún er 38 ára og á fimm ára strák, Stefán Stein og átján ára stelpu, Erlu Diljá sem stundar nám í MR.
Sigrún er tölvunarfræðingur að mennt og vann framan af hjá Arion banka. Hún var alltaf fyrirvinnan á sínu heimili en Kim, maðurinn hennar, er lagerstarfsmaður hjá Marel. Veikindin hafa tekið mikinn fjárhagslegan toll af fjölskyldunni en bara í síðasta mánuði þurfti hún að borga 120.000 kr í lyfjakostnað.
Fallegt og einstakt viðhorf Sigrúnar til lífsins, og að stundum virðist óendanlegur lífskraftur, hefur smitað marga lesendur hennar og hvatt áfram til betri verka í lífinu. Til að gefa til baka höfum við nú sett upp styrktarlínu svo að lesendur Pjattsins, og aðrir aðdáendur Sigrúnar, geti hjálpað fjölskyldunni í þessum erfiðleikum.
905 6565
Okkur vinkonum hennar og velunnurum langar þannig að létta bæði fjölskyldunni og Sigrúnu lífið með því að safna fyrir þau fé með lesendum. Það eru margir sem unna Sigrúnu enda hefur hún gefið svo mikið af sér og deilt reynslu sinni og styrk með einstökum hætti.
Til dæmis þegar hún fór á danska kúrinn, missti 50 kg og fór að stunda hlaup. Hún hljóp líka allann tímann meðan hún var í geisla og lyfjameðferð við brjóstakrabbanum og bloggaði á sama tíma um veikindin og veitti með því mörgum bæði styrk og stuðning. Sigrún Þöll hjólaði líka í hverja einustu geislameðferð, eða alls 270 km, til að halda sér í formi.
Hún fékk bata við brjóstameininu en það var svo í mars 2012 að í ljós kom að krabbameinið væri komið í hryggaliði, mjaðmir, axlir og heila. Í dag berst hún við halda krabbameininu niðri en það er komið á svokallað fjórða stig sem hefur þær afleiðingar að hún hefur litla orku og hlutverk hennar sem fyrirvinna heimilisins hefur þurft að falla í minni pokann.
Við hvetjum alla sem geta séð af 1500 krónum til að hringja í styrktarlínu Sigrúnar en allt sem safnast fer óskert til fjölskyldunnar. Símafélögin Síminn, Vodafone og Nova gefa kostnaðinn við söfnunina. (Athugið að ekki er hægt að hringja úr frelsis númeri til að styrkja).
905 6565
Vilji fólk leggja meira inn er hægt að hringja oftar eða leggja stærri upphæðir beint inn á reikning Sigrúnar 0301-26-007555 kt:150275-5559
Við þökkum hjartanlega fyrir allann stuðning sem hægt er að veita Sigrúnu og fjölskyldu hennar á þessum erfiðu tímum.
- Smelltu á www.instagram.com/barbietec til að fylgjast með daglegu lífi hennar á Instagram.
- Hér er Sigrún Þöll á Facebook
- Bloggið – Barbietec.is
- Færslur Sigrúnar á Pjatt.is
Hvetjum þig líka til að Deila þessari færslu með því að smella á LIKE og skrifa nokkur orð.
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.