Sofia Vergara og Nick Loeb eru hætt saman.
Leikkonan tilkynnti þetta um helgina á WhoSay:
„Ekki það að einhverjum sé ekki sama en til þess að koma í veg fyrir fjölmiðlar búi til drama og snúi þessu upp í algjöra vitleysu langar mig að láta aðdáendur mína vita af því að ég og Nick höfum ákveðið að hætta saman.“
„Það hefur gengið mjög illa að finna út hvernig við getum eytt tíma saman vegna vinnu minnar og það bara versnar með hverjum deginum sem líður. Við erum enn mjög náin en við teljum að þetta sé besta niðurstaðan fyrir okkur.“
Vergara og Loeb hættu fyrst saman árið 2012 en byrjuðu stuttu síðar aftur saman og trúlofuðu sig.
Garðar Örn Hinriksson fæddist sama ár og Jim Morrison og Louis Armstrong hurfu yfir móðuna miklu og getið nú. Garðar er ókrýndur slúðurkóngur Íslands en í rúm fjögur ár slúðraði hann eins og engin væri morgundagurinn á Gossip. Garðar kann þó fleira fyrir sér en að slúðra en hann er útskrifaður leiðsögumaður frá Ferðamálaskóla Íslands og giftur tveggja barna faðir sem stefnir á barn númer þrjú. Hann rekur einnig vefinn enskiboltinn.is og hefur starfað sem knattspyrnudómari í efstu deildum Íslands í rúm 20 ár. Töff? Já.