Soffía Kristín Sigurðardóttir var ofurheppin í síðasta gjafaleik Pjattrófanna en hún fékk djúpslökun fyrir tvo í Blue Lagoon Spa í Glæsibæ.
Soffía var að vonum meiriháttar glöð með gjöfina sína en hún eignaðist tvíbura fyrir um ári síðan og því alltaf allt á fullu heima hjá henni. Hún sagði að slökunin væri einstaklega kærkomin.
Til hamingju kæra Soffía! Vonandi áttu eftir að njóta þín í botn þar sem þú djúpslakar á með maka, mömmu eða góðri vinkonu 🙂
Ég er af X-kynslóð, elska 70’s tónlist, finnst gott að fara í sund á kvöldin og þoli ekki arfa i görðum (miðaldra). Hef ólæknandi áhuga á heimildarmyndum og norrænum sakamálasögum og fæ kikk út úr því að fara á allskonar skrítin námskeið. Ég er óhemju forvitin og nýt þess að miðla og deila því sem ég sé og upplifi með öðrum. Til dæmis hér, – með þér.