YSL hefur komið afar sterkur inn með snyrtivörur á síðustu tveimur árum að mati okkar Pjattrófa og eigum við margar eftirlætisvörur frá þessu merki.
Til dæmis er Touche Éclat hyljarinn ómissandi fyrir allar pjattrófur og Teint Radiance farðinn er með þeim allra bestu sem við höfum prófað.
Nú hefur YSL sett á markað nýja línu, Forever Youth Liberator, sem vinnur gegn öldrun húðarinnar. Línan inniheldur augnkrem, serum, andlitskrem fyrir þurra og venjulega húð, hreinsikrem og lotion.
Um er að ræða byltingarkennda húðvöru sem sýnir strax mikinn árangur. Eftir 100 ára rannsóknir og sjö nóbelsverðlaun hafa sérfræðingar Yves Saint Laurent kortlagt yngingarlyklana, glycans, í húðinni en þetta er í fyrsta skipti sem glycobiology er notað til snyrtivöruframleiðslu.
Við notkun á Forever Youth Liberator verður húðin meira ljómandi og á sjö dögum minnka hrukkur til muna. Á einum mánuði endurmótast húðin og þú tekur vel eftir muninum. Augnkremið, dagkremið og serumið er afar létt viðkomu og smýgur vel inn í húðina.
Umbúðirnar eru sérstakar og flottar, mjög ‘fashion’ eins og allt sem frá YSL kemur og því skemmtilegt að horfa á þær og handleika.
Hér má svo horfa á myndband sem útskýrir nánar hvernig þessi glycan hafa jákvæð áhrif á húðina:
[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=lmyIuUr8Bmk[/youtube]
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.