Ég get verið rosalegur Yves Saint Laurent perri. Fæ hreinlega ekki nóg af þessum vörum og því meira sem ég kynnist því betur fíla ég þær.
Ég á núna BB krem (sem er unaður!), gullpennan (sem er snilld!) en svo hef ég prufað hin og þessi krem, serum, hreinsivörur, naglalakk og glossa (skotin í þessu öllu saman).
Sú vara sem mig langar að segja frá í dag er hreinsilína úr Forever Youth Liberator línunni þeirra. Forever Youth Liberator er lína sem inniheldur krem, serum og hreinsivörur ásamt fleiri vörum sem hjálpa húðinni að ljóma og vera hrein og falleg.
Eins og nafnið gefur til kynna þá er verið að tala um að æskuljómann. Vörurnar eru hannaðar út frá þeim vísindum að viðhalda æskuljóma húðarinnar með því að endurvekja/styðja við ákveðnar frumur í húðinni sem fækka með aldrinum og gera að verkum að húðin verður ekki eins ungleg.
Vörurnar eru því fyrst of fremst hannaðar til þess að styðja við þá frumuendurnýjun sem viðheldur ungleika húðarinnar en einnig til þess að draga fram ljóma í húðinni, fríska hana og veita raka.
Hreinislínan inniheldur andlitssápu sem freyðir og andlitsvatn.
Vörurnar eiga að henta öllum húðtýpum, einnig þessum með viðkvæma húð. Með því að blanda sápuna með smá vatni færðu mjúka froðu sem þú nuddar yfir andlitið til að fjarlægja farða og hreinsa húðina. Sápan nær farðanum vel af og skilur húðina eftir hreina og fína.
Til þess að ég fái sem mest út úr hreinsirútínunni minni set ég sápuna í hreinsibursta (hægt að nota rafmagns eða ekki) og nota hann með til þess að freyða sápuna betur og nudda efsta lag húðarinnar. Þá kemur aukið blóðflæði fram í húðina, hreinsar farðann betur og fjarlægir dauðar húðfrumur.
Svo er það möst allra kvenna og karla – andlitsvatn/ tóner – Hann kemur húðinni í rétt ph gildi og lokar svitaholum. Hreinslínunni fylgir því andlitsvatn sem auðvitað á alltaf að fylgja með í hreinsirútínunni.
Eins og með aðrar vörur sem ég hef prufað frá Yves Saint Laurent þá varð ég ekki fyrir vonbrigðum með þessa.
[usr 4.5]
Mér finnst oft gaman þegar ég er að skrifa um vörur sem ég er ánægð með og vill deila með öðrum að þá tjekka ég á hvernig umsagnir varan hefur fengið á netinu.
Í meirihluta voru umsagninrnar toppeinkunnir. Ekki ósvipaðar minni upplifun á vörunni. Mæli með því að kíkja á þessa hreinsilínu nánar sem og restina af línunni.
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.