Við Pjattrófur höfum fjallað reglulega um vörurnar frá Youngblood enda erum við að fíla þær – alveg í botn…
…Youngblood vörurnar eru náttúrulegar steinefna snyrtivörur sem fara einstaklega vel með húðina og henta því viðkvæmri og erfiðri húð vel. HÉR getur þú skoðað vöruúrvalið og lesið nánar um Youngblood.
Það nýjasta sem ég hef verið að nota frá Youngblood er rósrauður mattur kinnalitur og litlaust púður sem fullkomnar förðunina.
Kinnaliturinn heitir Crushed Mineral Blush. Ég fékk mattan lit sem heitir Rouge, en það er hægt að velja út mattri, shimmer og satin áferð. Þessi litur gefur húðinni náttúrulegan og heilbrigðan roða og mattar húðina vel. Kinnaliturinn inniheldur mikið ‘pigment’ þannig að minna er meira í þessu tilfelli.
Svo er það púðrið sem heitir Hi-Definition Hydrating Mineral Perfecting Powder í lit Translucent, svolítið langt nafn enda á þetta púður að gera ótal góða hluti fyrir húðina.
Þetta hefur verið að slá í gegn hjá mér enda gefur púðrið húðinni órúlega náttúrulegt og gallalaust útlit. Púðrið dregur í sig olíu þannig að farðinn endist og endist út daginn en rúsínan í pylsuendanum er að púðrið heldur samt inni raka þannig að hún verður aldrei of þurr. Þetta litlausa púður er snilld fyrir þær sem nota fljótandi farða en finnst of mikið að setja litað púður ofan á meikið… þetta gegnsæja púður er mjög fíngert þannig að þú færð aldrei þetta ‘köku-meiks’ útlit!
Púðrið kemur í þessum Translucent litlausa-lit en líka í lit sem heitir Warmth en sá litur hefur smá gulan blæ sem hentar mörgum.
Mæli með Youngblood vörunum fyrir þær sem vilja hugsa vel um húðina sína!!
Guðný Hrönn Antonsdóttir útskrifaðist úr Listaháskóla Íslands 2011 með B.A í Myndlist. Árið 2012 kláraði hún svo Tísku- og auglýsingaljósmyndun í Fashion Academy Reykjavík. Hún er fædd í október 1988 og hefur ótæmandi áhuga á tísku, förðun, myndlist og shitzu hundum.