Vorlínan hjá Yves Saint Laurent er að gera mjög góða hluti um þessar mundir þar sem að vorlitir eru að sjálfsögðu allsráðandi. Línan nefnist Candy Face og samanstendur af nammilegum pastellitum. Merkið stendur alltaf fyrir sínu hvað varðar lúxus, útlit og gæðavörur…
…Í línunni má finna Voile de Blush (gelkinnalitir í túbu), tvær æðislegar augnskuggapalettur, litaðan maskara, tvær gerðir af varalitum, gloss og naglalökk. Hvorki meira né minna!
Gelkinnalitirnir finnst mér æðislegir. Ég prófaði lit númer 2, Voile Parme úr þeim. Sá er fallega fjólublár og hentar vel þeim sem vilja fara ótroðnar slóðir í litvali. Annars eru til litirnir Voile Rose (fölbleikur), Voile Corail (ferskjulitaður) og Voile Carmin (rauðbleikur). Áferðin á kinnalitnum er einstaklega mjúk, það er auðvelt að finna með hann og hann fer vel á húðinni. Þess má geta að kinnalitirnir koma í Limited Edition.
Varalitirnir koma í rauðum og bleikum tónum (sumir út í kóral og fjólubláa liti) og hver ætti að geta fundið einhvern við sitt hæfi. Annars vegar er hægt að fá Sheer Candy varaliti sem veita létta áferð og gott bragð er af og hinsvegar Volupté Perle varaliti sem þekja betur og veita fallega perluáferð.
Golden Gloss hefur farið sigurför um heiminn síðan það kom á markað, enda gloss með gullögnum. Það er að finna 2 nýja liti af þeim í vorlínunni, ferskjulit og dökkbleikan.
Rúsínan í pylsuendanum eru Duo Manicure Couture naglalökkin. Þau koma í fjórum tónum og í Limited Edition. Burstinn er sérstaklega hannaður fyrir auðvelda ásetningu, áferðin verður gallalaus og lökkin þorna fljótt.
Ég mæli með þessari línu fyrir allar sem elska gæði, fallega liti og kvenleika!
Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir er förðunarfræðingur og útskrifaðist með hæstu einkunn úr MOOD Make Up School með áherslu á tísku- sjónvarps- og ljósmyndaförðun og tók Airbrush námskeið í sama skóla. Hún er sjálfstætt starfandi og tekur að sér hin ýmsu verkefni, allt frá einstaklings- og brúðarförðunum upp í tímarit og auglýsingar. Einnig vinnur hún fyrir Bobbi Brown á Íslandi sem sölustjóri.
— Vantar þig förðun og/eða persónulega förðunarráðgjöf? Hafðu samband á gunnhildur@gb-makeup.com