Lancome er merki sem mér finnst alltaf gott, það er eiginlega alveg sama hvað ég prufa frá merkinu ég verð aldrei svikin og nýja vorlínan þeirra svíkur heldur ekki.
Ég er búin að prófa nokkar vörur úr þessari fallegu línu og ég er skotin í þeim öllum, get ekki valið hver er uppáhaldið mitt því verð ég alltaf hrifnari af hverri vöru því lengur og oftar sem ég nota hana.
Andlit línunnar er engin önnur en Emma Watson en förðunin á að vera fersk og ungleg og Emma er svo sannarlega ung, fersk og sykursæt! Innblástur línunnar er sá tími þegar vorið vaknar úr dvala og ástin byrjar að kvikna. Þetta finnst mér svooo sætt!
CHEEKS IN LOVE
Ótrúlega ferskur kinnalitur sem gefur falegan ljóma og lýsir upp litarhaftið. Hann samanstendur af tveimur litum, Coral Electric, gefur hlýju á ljósan húðlit og Urban Ballet sem setur ferskan blæ á dekkri húðtóna. Ég mæli hiklaust með þessum og hlakka til að nota hann meira í sumar þegar ég verð orðin sólbrún og sæt. Pakkningin er líka flott og spegill fylgir með sem hægt er að taka úr.
KHOL IN LOVE
Lancome Crayon Kohl er skyldueign í snyrtibuddunni en þessir blýantar endast og endast allan daginn og meira til! Litirnir eru þrír: Out of the blue nr. 10, Spring crush nr. 20 og Chocolate affair nr. 30. Þeir eru allir mjög fallegir og passa vel við minn bláa augnlit, ég get ekki valið á milli þeirra en er samt mjög hrifin af Spring Crush, hann er svo sumarlegur og smart!
VERNIS IN LOVE
Naglalökkin frá Lancome svíkja ekki núna frekar en fyrri daginn! Ég fékk að prufa tvo liti úr línunni og þeir heita Coral Electric nr. 134B og Urban Ballet nr. 335. Ef að þetta eru ekki sumarlitirnir á neglurnar í ár þá veit ég ekki hvað! Fallega bleikir og ferskjutónaðir litir sem fá mann til að þrá sumarið, sól og hlýtt veður ennþá meira. Endingin er frábær, lakkið þekur vel og glansar fallega.
Þessi lína er mjög fersk og falleg og ég mæli með því að þú nælir þér í eitthvað úr henni, þó sérstaklega með Spring Crush augnblýantnum þar sem mér finnst hann svo hrikalega töff!
Rannveig er útskrifuð sem hársnyrtir en leggur nú stund á nám í fjölmiðlafræði. Henni finnst fátt skemmtilegta en að stunda margskonar líkamsrækt og er ekki hrædd við það að prófa nýjungar í þeim efnum, Rannveig er þessi týpíska meyja sem verður að hafa allt tip top, ofur pjöttuð að mati margra en lætur sér fátt um það finnast. Hún á tvo stráka og er harðgift.
Fylgdu Rannveigu á Instagram rannveigjonina og á Twitter @MissisRannveig