SNYRTIVÖRUR: Vor- og sumarlína L’Occitane- Í anda bóndarósarinnar

L’Occitane er þekkt fyrir að framleiða náttúrulegar snyrtivörur, bæði hvað varðar innihald, útlit og innblástur…

Þau hafa nú skapað vor-og sumarlínu, Pivoine Délicate, sem er innblásin af bóndarósinni.

Á hverju vori láta bóndarósirnar í ljós töfrandi litbrigði og gefa frá sér mildan og ljúfan ilm og í línunni er nýr ilmur ásamt húðvörum með ljúfum blómailm ásamt húð- og förðunarvörum (varalitir, gloss og varasalvar) með einstaklega mjúkri áferð.

Ilmvatnið, Pivoine Délicate Eau de Toilette er ferskur sumarilmur sem blandar mýkt bóndarósa- og rósablaða með grænum tónum dalaliljunnar ásamt mjúkum púðurkenndur undirtón. Ferskleikinn er ráðandi en þó er ákveðin mýkt og ilmur af hvítum moskus og léttum við til staðar sem tónar ilmvatnið örlítið niður. Fyrir mitt leyti er ég yfir mig hrifin af þessu ilmvatni þrátt fyrir að vera yfirleitt meira í krydduðum ilmum.

Uppáhaldsvaran mín úr nýju línunni er án efa Shimmering Powder. Um er að ræða æðislegt sanserað laust púður sem hægt er að úða (þú last rétt, úða) yfir húð og hár til að fá léttan ilm og ljóma.

Flaskan er fölbleik og kemur með „vintage“ pumpu, rétt eins og ilmvötnin í gamla daga. Fallegustu umbúðir sem ég hef séð lengi!

Svo eru það förðunarvörurnar!

Ég fékk að prófa bæði gloss og varasalva og ég get án efa sagt að ég er heltekin af þeim vörum. Glossinn er ljósbleikur, mýkir upp varirnar og gefur góðan gljáa. Fallegar pakkningarnar gera þetta að frábærum kaupum og þetta er t.d. tilvalin gjöf fyrir stelpur og konur á öllum aldri. Varasalvinn er einnig frábær og losar mann alveg við þurrar varir. Blómalykt er af báðum og einnig mjög gott bragð!

Allir snyrtivöruunnendur og fagurkerar ættu að kynna sér þessa línu hjá L’Occitane, en merkið er selt í Kringlunni.

Share on facebook
Share on twitter
Share on pinterest

Færsla: SNYRTIVÖRUR: Vor- og sumarlína L’Occitane- Í anda bóndarósarinnar