Í vor eru pastellitir mjög áberandi í tískuheiminum, bæði fatnaði og förðun. Pastellitir hafa þann eiginleika að vera mildir og þegar þeir eru útfærðir í snyrtivörum sýna þeir rómantískt yfirbragð ásamt því að vera nýtískulegir.
Um daginn prófaði ég Les Yeux Doux augnskuggana frá Lancome en pallettan sem ég notaði er með pastelgrænum litum í stíl við nýja kjólinn minn.
Augnskuggarnir koma í svörtum umbúðum með fallegum grænum rósarmyndum á lokinu en til að toppa förðunina er algjörlega málið að nota undurfagurt ljómapúður úr vor línunni sem gerir húðina fallega og gefur henni ljóma.
Þegar ég opnaði La Roseraie ljómapúðrið var systir mín hjá mér og hún sagði “guð hvað þetta er fallegt, þú ættir að hengja púðrið upp á vegg” en púðrið er mótað sem rós með smá glimmeri í.
Ég verð að segja að ég er mjög ánægð með augnskuggana og ljómapúðrið. Augnskuggarnir haldast vel á en ég skrapp máluð í hjólatúr og þegar ég kom til baka var varla að sjá að ég hafði lent í smá rigningu. Einnig er hægt að gera skemmtilega skyggingu á andlitið með ljómapúðrinu sem dregur fram það fegursta í andlitinu og getur maður valið um að nota ljósa hluta púðursins, dökka eða blanda þeim saman.
Ef þú ert að leita eftir förðun sem bætir ferskleika við útlit þitt, prófaðu þá Rosaraie Des Delices vor línuna frá Lancome. Hér er skemmtilegt myndband sem sýnir það helsta úr þessari fallegu, rómantísku línu:
[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=kjtfLz0DJsw[/youtube]
Sigrún Þöll Þorsteinsdóttir (f.15 feb 1975 – d. 8 apríl 2014) bloggaði á Pjatt.is í rúmlega tvö ár.
Sigrún Þöll starfaði sem tölvunarfræðingur, var dellukona, tækjasjúk og fagurkeri af lífi og sál. Að eigin sögn fannst Sigrúnu gaman að hlaupa, hjóla, drekka kaffi, huga að heilsunni, prjóna, lesa, taka ljósmyndir, rækta garðinn sinn og fleira og fleira. Blessuð sé hennar minning. Sigrún verður ógleymanleg þeim sem kynntust þessari dásamlegu konu.