Ilmvatnið Viva la Juicy var kynnt sem glamúr blómailmur og það ekki að ástæðulausu…
Flaskan er glæsileg með stórri bleikri slaufu, stórum tappa sem minnir á demant og gylltu Juicy Couture merki.
Einstaklega glæsileg flaska en að mínu mati er fátt flottara en fallegt ilmvatnsglas. Auðvitað skemmir það alls ekki ef ilmurinn er eins góður og kynþokkafullur og Viva la Juicy.
Þetta æðislega flotta glas kallaði fram mína innri og ytri pjattrófu á ógnarhraða því ég fæ alltaf sömu dásamlegu tilfinninguna þegar ég nota þetta flotta ilmvatn. Mér finnst ég aðeins meira glamúrus, aðeins sætari… blómlegri.
Viva la Juicy ilmvatnið er sambland af blómailmi, villtum berjum, mandarínum, karmellu, vanillu og jasmine.
Æðisleg blanda sem framkallar léttan og kvenlegan ilm sem fáir fá staðist. Mjög fersk og létt og hentar öllum en er sérlega vinsæll hjá konum á aldrinum 35-40.
Ekki láta þennan framhjá þér fara… þú verður að handleika flöskuna og finna ilminn næst þegar þú átt leið um snyrtivörudeild.
______________________________________
[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=rlDBxW-oPPQ[/youtube]
Guðrún J. Halldórsdóttir er innanhúss- og húsgagnahönnuður. Sporðdreki og Tígur takk.