Loksins fann ég fullkomið ilmvatn fyrir haustið og veturinn! Ilmurinn ber nafnið Viva La Juicy Gold Couture.
Mér finnst afskaplega gaman að skipta um ilmvötn, sérstaklega á milli árstíða en vandamálið er að ég er mjög svo vandlát á ilmvötn.
Meðalvegurinn finnst mér bestur við val á ilmi – mínir ilmir verða að vera passlega kryddaðir, ekki of væmnir né sætir og alls ekki sterkir og yfirþyrmandi. Viva La Juicy Gold Coture er einmitt þessi gullni meðalilmur að mínu mati
Innihaldið hljómar afskaplega væmið: villt ber, brædd karamella, vanilla og jurtin blátoppur meðal annars. Þessi lykt er þó eitthvað allt annað en væmin.
Mæli með Viva La Juicy fyrir veturinn! Vetrartíminn er einmitt tíminn til að skipta út léttum blómailmum og fá sér aðeins þyngri og kryddaðri ilmi.
Það skemmir svo ekki fyrir að ilmvatnsglasið er hið myndalegasta hilludjásn eins og þið sjáið!
Eydís Halldórsdóttir er viðskiptafræðingur að mennt. Fædd og uppalin í Eyjum, hefur verið búsett í Reykjavík síðustu ár en býr nú í Barcelona þar sem hún stundar mastersnám og nýtur lífsins. Tíska og hönnun er hennar helsta áhugamál. Eydís er tvíburi samkvæmt speki stjarnanna, fædd í maí 1990. Mail: eydishalldors@gmail.com