Árið 1994 stofnuðu stjórnendur MAC styrktarsjóð fyrir fólk með HIV og alnæmi.
Viva Glam varalitirnir voru í kjölfarið settir á markað til styrktar sjóðnum og hafa verið svokölluð þungamiðja MAC. Frægir einstaklingar hafa gengið til liðs við átakið, og hafa t.d. Pamela Anderson og Cindy Lauper ljáð samtökunum rödd sína og andlit en allur ágóði af seldum Viva Glam vörum rennur óskertur til MAC Aids Fund.
Síðustu talsmenn Viva Glam voru þau Nicki Minaj og Ricky Martin en saman sköpuðu þau skærbleikan varalit eins og Nicki einni er lagið og góðan varasalva í takmörkuðu upplagi en seinna kom svo gloss sem sameinaði það besta frá báðum heimum.
Skemmtilegt átak hjá MAC sem mörgum þykir verðugt að styrkja.
___________________________________________________________
Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir er förðunarfræðingur og útskrifaðist með hæstu einkunn úr MOOD Make Up School með áherslu á tísku- sjónvarps- og ljósmyndaförðun og tók Airbrush námskeið í sama skóla. Hún er sjálfstætt starfandi og tekur að sér hin ýmsu verkefni, allt frá einstaklings- og brúðarförðunum upp í tímarit og auglýsingar. Einnig vinnur hún fyrir Bobbi Brown á Íslandi sem sölustjóri.
— Vantar þig förðun og/eða persónulega förðunarráðgjöf? Hafðu samband á gunnhildur@gb-makeup.com