Ég hef alltaf verið hrifin af dökku naglalakki en nýjasta æðið mitt er dökkvínrautt naglalakk!
Þessi litur finnst mér passa við allt og alla. Hann virkar klárlega sem spari en svo er hann líka mjög svalur að mínu mati.
Nýjasta naglalakkið mitt heitir Brick Wall (#90) og kemur frá Sally Hansen, hann er dökkrauður og án sanseringar.
Þessi dökkvínrauði litur kemur úr Xtreme wear línunni sem þýðir að hann endist og endist en ég mæli með að setja tvær umferðir svo rauði liturinn verði djúpur og dökkur.
Þegar ég er með þennan lit fæ ég alltaf hrós fyrir fallegt naglalakk, ekki leiðinlegt það!
___________________________________________________________________________
Guðný Hrönn Antonsdóttir útskrifaðist úr Listaháskóla Íslands 2011 með B.A í Myndlist. Árið 2012 kláraði hún svo Tísku- og auglýsingaljósmyndun í Fashion Academy Reykjavík. Hún er fædd í október 1988 og hefur ótæmandi áhuga á tísku, förðun, myndlist og shitzu hundum.