Nýjast afbrigði af Flower Bomb ilmnum heitir að þessu sinni í höfðið á hugljúfa laginu sem dúfuröddin Edit Piaf gerði frægt: La Vie en Rose!
Blómlega bleik lykt
Sumir geta séð litinn á lykt, og þrátt fyrir að ég beri ekki þann hæfileika með mér er óhætt að segja að La Vie en Rose, sem þýðist á íslensku sem Dans á rósum, sé bleikur út í gegn – bleikt kemur strax upp í hugann þegar ilminum er spreyjað. Eitthvað bleikt, sætt og ómótstæðilega gott.
…vissulega er hann eins og heilt Nammiland en samtímis heldur hann karkater og fer aldrei yfir strikið
Viktor & Rolf, þetta skemmtilega þýska hönnunardúó, hafa gefið út nokkrar útgáfur af þessum vinsæla ilmi en fyrsta Flower Bomb kom út árið 2005 í samvinnu við L’Oreal.
Sætur en ekki krúttaður
Ilmurinn, sem er dísætur, er uppáhald margar því hann er svo vel heppnaður hvað varðar sætleika- vissulega er hann eins og heilt Nammiland en samtímis heldur hann karkater og fer aldrei yfir strikið – líkt og flestir sambærilega sætir ilmir eiga það til að gera. Hann er því frábær ef verið er að leitast eftir sætum, rómantískum og skvísulegum ilm sem er þó nægilega þroskaður til að komast hjá því að ilma eins og Dinseyprinsessa.
Blómleg handsprengja
Flaskan er hugarfóstur Viktor & Rolfs og er skemmtilega bókstaflega – bleiklituð og minnir óneitanlega á handsprengju. Húmorinn er því sjaldan fjarri í hönnun þeirra félaga, sem er eins og Flowerbomb ilmurinn sjálfur fersk tilbreyting í annars grafalvarlegan heim tísku og snyrtivara.
Æðislega sætur og ljúfur ilmur sem hentar vel við sumar, sól og glaðan hlátur í góðra vinkvenna hópi.
Anna Margrét er fædd í Reykjavík árið 1987, en hefur alið manninn í Svíþjóð, Suður Ameríku og víðar.
Anna er krabbi, og þykja þeir hinir kátustu. Tíska, förðun, jafnrétti, skrif og ferðalög um Afríku eru nokkur af hennar áhugamálum.