Vernis in Love er ný lína frá snyrtivörurisanum Lancôme, en hún er einstaklega falleg og rómantísk…
…Gullfallegir litir eru bæði í naglalökkunum og varalitunum og henta algjörlega núna í sumar enda eru þeir léttir, hreinir og fallegir.
Það verður að viðurkennast að ég er alveg sjúk í naglalökk og þarf helst að eiga alla liti. Enda kolféll ég fyrir bláa litnum númer 573B. Hann er djúpblár og svakalega fallegur- alls ekki of dökkur þannig að hann virðist svartur heldur hinn fullkomni blái litur. Hann fer vel við gallabuxnatískuna í sumar, hvíta létta kjóla og dregur fram töffarann í manni. Semsagt algjört æði!
Naglalökkin frá Lancôme koma í góðri stærð og kvenlegum og sætum umbúðum. Naglalakkið inniheldur nettan bursta sem þekur vel og myndar ekki rákir. Naglalakkið er auðvelt í ásetningu sem er auðvitað stór kostur og verðið er einstaklega praktískt.
En það er um að gera að vera snögg að ná sér í lit úr línunni því þau eru mjög vinsæl. Fallegir sumarlitir á frábæru verði!
Guðrún J. Halldórsdóttir er innanhúss- og húsgagnahönnuður. Sporðdreki og Tígur takk.